39 hrefnur verði veiddar í ár 7. júní 2005 00:01 Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyft verði að veiða 39 hrefnur til vísindarannsókna í ár. Sjávarútvegsráðherra segir að hrefnur verði veiddar þetta sumarið en hefur ekki tekið ákvörðum um hversu margar þær verða. Hafrannsóknarstofnunin kynnti í gær skýrslu um nytjastofna sjávar og aflahorfur. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stofnstærð hrefnu sé nú nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Samkvæmt því hafa veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld haft lítil áhrif á stofnstærðina. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, segir enn óljóst hversu mikið afrán er vegna hrefnunnar og því þurfi að halda áfram vísindaveiðum. Stofnunin leggur til að 39 hrefnur verði veiddar í ár og 100 á því næsta og þar með ljúki sýnatöku vísindaverkefnisins. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segist vona að ljóst verði innan tveggja vikna hver hrefnukvótinn verði. Komi til atvinnuveiða á hrefnu telur Hafrannsóknarstofnunin að veiðar á allt að 400 hrefnum á ári muni samræmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu stofnsins. Ekki hefur enn komið til vísindaveiða á stórhveli þótt Hafrannsóknarstofnunin hafi síðustu tvö ár talið óhætt að veiða allt að 150 langreyðar og 50 sandreyðar. Ljóst er að þær veiðar hefjast ekki í ár en sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að fljótlega komi að því að þær veiðar hefjist án þess þó að vilja nefna hvenær það gæti orðið. Hann segir nauðsynlegt að fara varlega í þær sakir og að meira hafi legið á að fara út í vísindaveiðar á hrefnu þar sem meira sé vitað um stórhveli frá fyrri tímum. Þá segir hann að huga þurfi að kostnaði vegna slíkra veiða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyft verði að veiða 39 hrefnur til vísindarannsókna í ár. Sjávarútvegsráðherra segir að hrefnur verði veiddar þetta sumarið en hefur ekki tekið ákvörðum um hversu margar þær verða. Hafrannsóknarstofnunin kynnti í gær skýrslu um nytjastofna sjávar og aflahorfur. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stofnstærð hrefnu sé nú nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Samkvæmt því hafa veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld haft lítil áhrif á stofnstærðina. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, segir enn óljóst hversu mikið afrán er vegna hrefnunnar og því þurfi að halda áfram vísindaveiðum. Stofnunin leggur til að 39 hrefnur verði veiddar í ár og 100 á því næsta og þar með ljúki sýnatöku vísindaverkefnisins. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segist vona að ljóst verði innan tveggja vikna hver hrefnukvótinn verði. Komi til atvinnuveiða á hrefnu telur Hafrannsóknarstofnunin að veiðar á allt að 400 hrefnum á ári muni samræmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu stofnsins. Ekki hefur enn komið til vísindaveiða á stórhveli þótt Hafrannsóknarstofnunin hafi síðustu tvö ár talið óhætt að veiða allt að 150 langreyðar og 50 sandreyðar. Ljóst er að þær veiðar hefjast ekki í ár en sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að fljótlega komi að því að þær veiðar hefjist án þess þó að vilja nefna hvenær það gæti orðið. Hann segir nauðsynlegt að fara varlega í þær sakir og að meira hafi legið á að fara út í vísindaveiðar á hrefnu þar sem meira sé vitað um stórhveli frá fyrri tímum. Þá segir hann að huga þurfi að kostnaði vegna slíkra veiða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira