Lífið

Hægt að dansa í eldhúsinu

"Eldhúsið mitt er stórt með tveimur gluggum og risa innréttingu sem æðislegt er að þrífa þar sem hún er sprautulökkuð í háglans," segir Kolbrún Björnsdóttir sjónvarpskona sem er nýflutt í íbúð í Salahverfinu þar sem hún er með þetta fína eldhús sem hún er alsæl með.

"Maðurinn minn segir að það sé hægt að dansa í eldhúsinu, það er svo stórt," segir Kolbrún og skellir upp úr en bætir því við að maðurinn hennar sé sá sem sjái um eldhúsið að mestu leyti. "Ég sé um þvottahúsið í staðinn," segir Kolbrún brosandi.

"Mér finnst skipta miklu máli að hafa rúmgott eldhús því þar safnast alltaf allir saman," segir Kolbrún en hún segir fjölskylduna þó oft borða í borðstofunni en morgunverðurinn sé alltaf borðaður í eldhúsinu. "Innréttingin var nú ekki nema þriggja ára gömul þessi elska þegar við fluttum hingað inn, en við létum nú samt sprautulakka hana," segir Kolbrún.

Trompið í eldhúsinu þessa dagana segir hún vera nýju uppþvottavélina."Ég var að eignast uppþvottavél í fyrsta sinn á ævinni og ég hefði aldrei trúað hvað þetta er mikill munur og ég sakna þess ekki að vaska upp," segir Kolbrún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.