Fimm ákærðir vegna banaslyss 7. júní 2005 00:01 Ríkissaksóknari hefur ákært fimm menn fyrir vanrækslu þegar banaslys varð við Kárahnjúka í mars á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Þeir sem eru ákærðir eru framkvæmdastjóri Arnarfells, yfirmaður öryggismála hjá Impregilo, tveir fulltrúar eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar. Ekki hefur tekist að birta fimmta manninum ákæruna þar sem hann er erlendis. Framkvæmdastjóri Arnarfells mætti ekki við þingfestinguna en þeir þrír sem mættu neituðu allir sök. Framkvæmdastjóra Arnarfells er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysi aðfararnótt 15. mars á síðasta ári með því að senda tvo starfsmenn sína til vinnu við borun i Hafrahvammsgljúfri á stíflusvæði Kárahnjúkavirkjunar, þótt honum væri kunnugt um að bráð hætta hefði skapast á grjóthruni vegna hækkandi hita dagana á undan og að viðeigandi öryggisráðstafanir hafi ekki verið gerðar. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun þegar tæplega 40 kílóa hnullungur losnaði og lenti á öðrum þeirra þannig að hann lést. Hinum fjórum er gefið að sök að hafa vanrækt að vinna áætlun um öryggi eða sérstakt áhættumat vegna vinnu við virkjunarsvæðið þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli Vinnueftirlits ríksins. Þá eru þeir sakaðir um að hafa vanrækt að bregðast við bráðri hættu á vinnuslysum með því að gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna vegna hættu á grjóthruni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært fimm menn fyrir vanrækslu þegar banaslys varð við Kárahnjúka í mars á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Þeir sem eru ákærðir eru framkvæmdastjóri Arnarfells, yfirmaður öryggismála hjá Impregilo, tveir fulltrúar eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar. Ekki hefur tekist að birta fimmta manninum ákæruna þar sem hann er erlendis. Framkvæmdastjóri Arnarfells mætti ekki við þingfestinguna en þeir þrír sem mættu neituðu allir sök. Framkvæmdastjóra Arnarfells er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysi aðfararnótt 15. mars á síðasta ári með því að senda tvo starfsmenn sína til vinnu við borun i Hafrahvammsgljúfri á stíflusvæði Kárahnjúkavirkjunar, þótt honum væri kunnugt um að bráð hætta hefði skapast á grjóthruni vegna hækkandi hita dagana á undan og að viðeigandi öryggisráðstafanir hafi ekki verið gerðar. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun þegar tæplega 40 kílóa hnullungur losnaði og lenti á öðrum þeirra þannig að hann lést. Hinum fjórum er gefið að sök að hafa vanrækt að vinna áætlun um öryggi eða sérstakt áhættumat vegna vinnu við virkjunarsvæðið þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli Vinnueftirlits ríksins. Þá eru þeir sakaðir um að hafa vanrækt að bregðast við bráðri hættu á vinnuslysum með því að gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna vegna hættu á grjóthruni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira