Sport

Meta Heiðar á tvær milljónir punda

Enska knattspyrnufélagið Watford hefur sett tveggja milljóna punda, eða um 236 milljóna króna, verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Heiðar Helguson samkvæmt breska blaðinu The Mirror. Watford hefur þegar hafnað 118 milljóna króna tilboði frá úrvalsdeildarliðinu Sunderland og fyrstu deildarliðinu Sheffield United. Íslendingaliðið Stoke City bauð einnig um 90 milljónir króna í Íslendinginn en því var hafnað. Talið er að nýliðar Wigan Athletic í ensku úrvalsdeildinni hafi enn áhuga á að kaupa Heiðar en Ipswich er álitið vera út úr myndinni vegna verðsins. Heiðar skoraði 20 mörk fyrir Watford á síðustu leiktíð og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá félaginu. Watford gerir sér enn vonir um að halda í Heiðar og hefur félagið boðið honum nýjan þriggja ára samning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×