Enn við störf að Kárahnjúkum 19. mars 2005 00:01 Lettarnir fjórir sem hafa starfað fyrir GT verktaka að Kárahnjúkum án atvinnu- og dvalarleyfa eru enn við störf. Meira en mánuður er liðinn frá því Vinnumálastofnun sendi kæru vegna mannanna til sýslumannsins á Seyðisfirði. Forsaga málsins er sú að GT verktakar réðu til sín fjóra lettneska starfsmenn á þeim forsendum að þeir mættu vinna hér í 90 daga án atvinnu- og dvalarleyfa. Vinnumálastofnun kærði málið til sýslumannsins á Seyðisfirði og sagði Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinnar, að reglan um tímabundin störf gilti ekki í tilviki Lettanna. Gissur segir það umhugsunarefni að það sé látið líðast að mennirnir fjórir séu í raun við ólöglega iðju og haldi því áfram á meðan ekkert er að gert. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður að Kárahnjúkum, hefur sem slíkur rétt til að fá afrit af launaseðlum verkamanna og hefur farið fram á það við GT verktaka. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hins vegar að þeir hafi gert verktakasamning við lettneska starfsmannaleigu og því verði að hafa samband við hana til að fá upplýsingar af þessu tagi. Sjálfir fá mennirnir enga launaseðla, að sögn Odds, og hann segist hafa fengið það skriflega frá þeim í gær að mánaðarlaun þeirra séu 700 evrur, um 55.000 krónur. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, segir rannsókn málsins lokið en vildi ekkert segja um niðurstöðurnar, það er hvort verið sé að brjóta lög. Löglærður fulltrúi á Egilsstöðum eigi eftir að fara yfir gögnin og hann þurfi síðan jafnvel að hafa samráð við ríkissaksóknara. Þá er bara spurning hvort dagarnir 90 verði liðnir og mennirnir farnir úr landi þegar menn komast loks að niðurstöðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Lettarnir fjórir sem hafa starfað fyrir GT verktaka að Kárahnjúkum án atvinnu- og dvalarleyfa eru enn við störf. Meira en mánuður er liðinn frá því Vinnumálastofnun sendi kæru vegna mannanna til sýslumannsins á Seyðisfirði. Forsaga málsins er sú að GT verktakar réðu til sín fjóra lettneska starfsmenn á þeim forsendum að þeir mættu vinna hér í 90 daga án atvinnu- og dvalarleyfa. Vinnumálastofnun kærði málið til sýslumannsins á Seyðisfirði og sagði Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinnar, að reglan um tímabundin störf gilti ekki í tilviki Lettanna. Gissur segir það umhugsunarefni að það sé látið líðast að mennirnir fjórir séu í raun við ólöglega iðju og haldi því áfram á meðan ekkert er að gert. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður að Kárahnjúkum, hefur sem slíkur rétt til að fá afrit af launaseðlum verkamanna og hefur farið fram á það við GT verktaka. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hins vegar að þeir hafi gert verktakasamning við lettneska starfsmannaleigu og því verði að hafa samband við hana til að fá upplýsingar af þessu tagi. Sjálfir fá mennirnir enga launaseðla, að sögn Odds, og hann segist hafa fengið það skriflega frá þeim í gær að mánaðarlaun þeirra séu 700 evrur, um 55.000 krónur. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, segir rannsókn málsins lokið en vildi ekkert segja um niðurstöðurnar, það er hvort verið sé að brjóta lög. Löglærður fulltrúi á Egilsstöðum eigi eftir að fara yfir gögnin og hann þurfi síðan jafnvel að hafa samráð við ríkissaksóknara. Þá er bara spurning hvort dagarnir 90 verði liðnir og mennirnir farnir úr landi þegar menn komast loks að niðurstöðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira