Erlent

Framleiða friðsamlega kjarnorku

Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag. Íranar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir úranauðgun í tengslum við meinta fyrirhugaða framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og hafa Bandaríkjamenn gengið harðast fram í því að þeir hætti því hið fyrsta. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af tiltækinu og munu fulltrúar þeirra funda með Írönum um kjarnorkumál þeirra á ráðstefnu í París á morgun. Mun þar m.a. verða ræddur möguleikinn á efnahagsaðstoð fyrir Írana, gegn því að þeir hætti auðgun úrans, en ekki er talið líklegt að þeir samþykki það, m.a. með hliðsjón af fyrrnefndum ummælum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×