Erlent

Rumsfeld hvetur Íraka

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsótti í dag þjálfunarbúðir írakskra öryggissveita. Í ávarpi sem hann flutti við komuna sagði hann að Írakar yrðu sjálfir að taka við öryggismálum sínum eins fljótt og auðið yrði. Rumsfeld fylgdist með írökskum hermönnum við æfingar og bar á þá mikið lof. Hann sagði meðal annars við þá að óvinir lýðræðisins héldu að þeir hefðu ekki siðferðislegan styrk til þess að berjast, en þeir ættu eftir að komast að því að svo væri ekki. Rumsfeld sagði að öryggi þjóðarinnar hvíldi á þeirra herðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×