Sport

Colemann vill myndavélar á vellina

Chris Coleman var hundsvekktur eftir tapið gegn Chelsea í gær
Chris Coleman var hundsvekktur eftir tapið gegn Chelsea í gær NordicPhotos/GettyImages

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, vill að farið verði að styðjast við myndavélar í dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni, eftir að mörg vafaatvik litu dagsins ljós í umferðinni á annan í jólum.

"Dómararnir þurfa á hjálp að halda, þeir þurfa að hafa myndavélarnar sér til aðstoðar, því hraðinn er orðinn svo mikill í leiknum. Það er í raun út í hött að þessi tækni skuli ekki hafa verið tekin upp nú þegar. Margir halda að það mundi skemma leikinn að nota myndavélar, en ég held þvert á móti að það mundi útrýma vafaatvikum og koma á jafnvægi," sagði Coleman, en tveimur nokkuð augljósum vítaspyrnudómum var sleppt í leik Fulham og Chelsea í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×