Þegar stórt er spurt... 17. nóvember 2005 06:00 Fyrir um mánuði sendi Röskva öllum alþingismönnum bréf þar sem sýn Röskvu á háskólann og málefni stúdenta var lýst. Auk þess voru lagðar fyrir þingmennina fimm spurningar. Þeir voru spurðir um afstöðu þeirra til skólagjalda, fjöldatakmarkana, námslána, stúdentakjara á heilbrigðisþjónustu og hvort þeir hyggðjast beita sér fyrir því að flokkur þeirra móti sér heildstæða stefnu um fyrrnefnd atriði. Skemmst er frá því að segja að aðeins einn þingmaður svaraði um hæl, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og var svar hennar birt á heimasíðu Röskvu 13. október síðastliðinn. Þar vísar Ingibjörg á mennta- og menningarmálahóp Samfylkingarinnar og biður okkur að leita til þeirra með einstök málefni en bætir við að jafnframt komi það "þó auðvitað ekki í veg fyrir að einstakir þingmenn svari ykkur ef þeim sýnist svo". Eftir að hafa ítrekað gengið eftir svörum og boðið alþingismönnum til fundar bárust loks svör frá tveimur stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingu og vinstri grænum, fyrr í vikunni. Þingmenn hinna flokkanna hafa enn ekki svarað spurningum Röskvu. Spurningarnar fjalla þó einvörðungu um málefni sem skipta stúdenta miklu máli. Má ótrúlegt telja að þingmenn hafi ekki velt þeim fyrir sér og sjái ekki ástæðu til þess að svara þeim, jafnvel þó að á eftir því sé gengið. Tilgangur Röskvu með bréfsendingunni til þingmanna var ekki að kynna sér stefnur flokkanna í menntamálum. Þær þekkjum við vel og auðvelt er að nálgast slíkar almennar upplýsingar á heimasíðum flokkanna. Við vildum hins vegar vita hvort og hvernig þingmennirnir hugsa almennt um Háskóla íslands og hvort þeir hafi myndað sér skoðun á því hvernig eigi að taka á málefnum hans. Það dugir ekki að leggja til fína menntastefnu ef enginn áhugi er á að framkvæma hana. Eru stefnurnar málamiðlunarsúpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hugmyndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúdenta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Stór meirihluti þingmanna Alþingis er útskrifaður frá Háskóla Íslands. Sumir eru þakklátir fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til menntunar, aðrir segja að eftir útskrift horfi hlutirnir öðruvísi við og skólagjöld séu orðin fýsilegri. Hvort heldur sem er telur Röskva að alþingismenn eigi að sýna þjóðskólanum og stúdentum sem þar nema áhuga og tilskylda virðingu með því að gera grein fyrir afstöðu sinni. Röskva stendur fyrir hádegisfundi í dag þar sem þingmenn munu sitja fyrir svörum um spurningar bréfsins.Fundurinn fer fram í Lögbergi og hefst klukkan 12.20. Höfundur er formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrir um mánuði sendi Röskva öllum alþingismönnum bréf þar sem sýn Röskvu á háskólann og málefni stúdenta var lýst. Auk þess voru lagðar fyrir þingmennina fimm spurningar. Þeir voru spurðir um afstöðu þeirra til skólagjalda, fjöldatakmarkana, námslána, stúdentakjara á heilbrigðisþjónustu og hvort þeir hyggðjast beita sér fyrir því að flokkur þeirra móti sér heildstæða stefnu um fyrrnefnd atriði. Skemmst er frá því að segja að aðeins einn þingmaður svaraði um hæl, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og var svar hennar birt á heimasíðu Röskvu 13. október síðastliðinn. Þar vísar Ingibjörg á mennta- og menningarmálahóp Samfylkingarinnar og biður okkur að leita til þeirra með einstök málefni en bætir við að jafnframt komi það "þó auðvitað ekki í veg fyrir að einstakir þingmenn svari ykkur ef þeim sýnist svo". Eftir að hafa ítrekað gengið eftir svörum og boðið alþingismönnum til fundar bárust loks svör frá tveimur stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingu og vinstri grænum, fyrr í vikunni. Þingmenn hinna flokkanna hafa enn ekki svarað spurningum Röskvu. Spurningarnar fjalla þó einvörðungu um málefni sem skipta stúdenta miklu máli. Má ótrúlegt telja að þingmenn hafi ekki velt þeim fyrir sér og sjái ekki ástæðu til þess að svara þeim, jafnvel þó að á eftir því sé gengið. Tilgangur Röskvu með bréfsendingunni til þingmanna var ekki að kynna sér stefnur flokkanna í menntamálum. Þær þekkjum við vel og auðvelt er að nálgast slíkar almennar upplýsingar á heimasíðum flokkanna. Við vildum hins vegar vita hvort og hvernig þingmennirnir hugsa almennt um Háskóla íslands og hvort þeir hafi myndað sér skoðun á því hvernig eigi að taka á málefnum hans. Það dugir ekki að leggja til fína menntastefnu ef enginn áhugi er á að framkvæma hana. Eru stefnurnar málamiðlunarsúpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hugmyndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúdenta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Stór meirihluti þingmanna Alþingis er útskrifaður frá Háskóla Íslands. Sumir eru þakklátir fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til menntunar, aðrir segja að eftir útskrift horfi hlutirnir öðruvísi við og skólagjöld séu orðin fýsilegri. Hvort heldur sem er telur Röskva að alþingismenn eigi að sýna þjóðskólanum og stúdentum sem þar nema áhuga og tilskylda virðingu með því að gera grein fyrir afstöðu sinni. Röskva stendur fyrir hádegisfundi í dag þar sem þingmenn munu sitja fyrir svörum um spurningar bréfsins.Fundurinn fer fram í Lögbergi og hefst klukkan 12.20. Höfundur er formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar