Þegar stórt er spurt... 17. nóvember 2005 06:00 Fyrir um mánuði sendi Röskva öllum alþingismönnum bréf þar sem sýn Röskvu á háskólann og málefni stúdenta var lýst. Auk þess voru lagðar fyrir þingmennina fimm spurningar. Þeir voru spurðir um afstöðu þeirra til skólagjalda, fjöldatakmarkana, námslána, stúdentakjara á heilbrigðisþjónustu og hvort þeir hyggðjast beita sér fyrir því að flokkur þeirra móti sér heildstæða stefnu um fyrrnefnd atriði. Skemmst er frá því að segja að aðeins einn þingmaður svaraði um hæl, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og var svar hennar birt á heimasíðu Röskvu 13. október síðastliðinn. Þar vísar Ingibjörg á mennta- og menningarmálahóp Samfylkingarinnar og biður okkur að leita til þeirra með einstök málefni en bætir við að jafnframt komi það "þó auðvitað ekki í veg fyrir að einstakir þingmenn svari ykkur ef þeim sýnist svo". Eftir að hafa ítrekað gengið eftir svörum og boðið alþingismönnum til fundar bárust loks svör frá tveimur stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingu og vinstri grænum, fyrr í vikunni. Þingmenn hinna flokkanna hafa enn ekki svarað spurningum Röskvu. Spurningarnar fjalla þó einvörðungu um málefni sem skipta stúdenta miklu máli. Má ótrúlegt telja að þingmenn hafi ekki velt þeim fyrir sér og sjái ekki ástæðu til þess að svara þeim, jafnvel þó að á eftir því sé gengið. Tilgangur Röskvu með bréfsendingunni til þingmanna var ekki að kynna sér stefnur flokkanna í menntamálum. Þær þekkjum við vel og auðvelt er að nálgast slíkar almennar upplýsingar á heimasíðum flokkanna. Við vildum hins vegar vita hvort og hvernig þingmennirnir hugsa almennt um Háskóla íslands og hvort þeir hafi myndað sér skoðun á því hvernig eigi að taka á málefnum hans. Það dugir ekki að leggja til fína menntastefnu ef enginn áhugi er á að framkvæma hana. Eru stefnurnar málamiðlunarsúpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hugmyndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúdenta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Stór meirihluti þingmanna Alþingis er útskrifaður frá Háskóla Íslands. Sumir eru þakklátir fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til menntunar, aðrir segja að eftir útskrift horfi hlutirnir öðruvísi við og skólagjöld séu orðin fýsilegri. Hvort heldur sem er telur Röskva að alþingismenn eigi að sýna þjóðskólanum og stúdentum sem þar nema áhuga og tilskylda virðingu með því að gera grein fyrir afstöðu sinni. Röskva stendur fyrir hádegisfundi í dag þar sem þingmenn munu sitja fyrir svörum um spurningar bréfsins.Fundurinn fer fram í Lögbergi og hefst klukkan 12.20. Höfundur er formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um mánuði sendi Röskva öllum alþingismönnum bréf þar sem sýn Röskvu á háskólann og málefni stúdenta var lýst. Auk þess voru lagðar fyrir þingmennina fimm spurningar. Þeir voru spurðir um afstöðu þeirra til skólagjalda, fjöldatakmarkana, námslána, stúdentakjara á heilbrigðisþjónustu og hvort þeir hyggðjast beita sér fyrir því að flokkur þeirra móti sér heildstæða stefnu um fyrrnefnd atriði. Skemmst er frá því að segja að aðeins einn þingmaður svaraði um hæl, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og var svar hennar birt á heimasíðu Röskvu 13. október síðastliðinn. Þar vísar Ingibjörg á mennta- og menningarmálahóp Samfylkingarinnar og biður okkur að leita til þeirra með einstök málefni en bætir við að jafnframt komi það "þó auðvitað ekki í veg fyrir að einstakir þingmenn svari ykkur ef þeim sýnist svo". Eftir að hafa ítrekað gengið eftir svörum og boðið alþingismönnum til fundar bárust loks svör frá tveimur stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingu og vinstri grænum, fyrr í vikunni. Þingmenn hinna flokkanna hafa enn ekki svarað spurningum Röskvu. Spurningarnar fjalla þó einvörðungu um málefni sem skipta stúdenta miklu máli. Má ótrúlegt telja að þingmenn hafi ekki velt þeim fyrir sér og sjái ekki ástæðu til þess að svara þeim, jafnvel þó að á eftir því sé gengið. Tilgangur Röskvu með bréfsendingunni til þingmanna var ekki að kynna sér stefnur flokkanna í menntamálum. Þær þekkjum við vel og auðvelt er að nálgast slíkar almennar upplýsingar á heimasíðum flokkanna. Við vildum hins vegar vita hvort og hvernig þingmennirnir hugsa almennt um Háskóla íslands og hvort þeir hafi myndað sér skoðun á því hvernig eigi að taka á málefnum hans. Það dugir ekki að leggja til fína menntastefnu ef enginn áhugi er á að framkvæma hana. Eru stefnurnar málamiðlunarsúpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hugmyndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúdenta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Stór meirihluti þingmanna Alþingis er útskrifaður frá Háskóla Íslands. Sumir eru þakklátir fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til menntunar, aðrir segja að eftir útskrift horfi hlutirnir öðruvísi við og skólagjöld séu orðin fýsilegri. Hvort heldur sem er telur Röskva að alþingismenn eigi að sýna þjóðskólanum og stúdentum sem þar nema áhuga og tilskylda virðingu með því að gera grein fyrir afstöðu sinni. Röskva stendur fyrir hádegisfundi í dag þar sem þingmenn munu sitja fyrir svörum um spurningar bréfsins.Fundurinn fer fram í Lögbergi og hefst klukkan 12.20. Höfundur er formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun