Innlent

Eimskip tekur við nýju frystiskipi í Noregi

Mynd/Avion Group

Eimskip tók við nýju frystiskipi sem hlotið hefur nafnið Svartfoss, í Álasundi í Noregi í gær. Burðargeta skipsins er 2.500 tonn en þetta er fyrsta nýsmíði á frystiskipi af þessari stærð í heiminum í rúma tvo áratugi. Svartifoss er hátækniskip og er afkastageta þess um 30 til 40 prósentum meiri en hjá eldri sambærilegum skipum. Svartfoss er fyrsta skipið af fjórum sem Eimskip mun taka í gagnið á næstu misserum en skipin fjögur verða öll komin í rekstur árið 2007. Með tilkomu nýju skipanna mun afkastageta Eimskip-CTG rúmlega tvölfaldast. Eimskip keypti í gær allt hlutafélag í CTG og hefur því Eimskip Norway AS og CTG verið sameinað undir nafni Eimskip-CTG.Einmskip-CTG er dótturfélag Avion Group.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×