Ísraelar skipuleggja árás á Íran 13. mars 2005 00:01 Ísraelsmenn hafa gengið frá leynilegum áætlunum um árásir á Íran, hætti Íranar ekki auðgun úrans og tryggi að ekki séu framleidd kjarnorkuvopn í landinu. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu og segir að ríkisstjórn Ariels Sharons hafi samþykkt áætlunina á fundi í síðasta mánuði. Áætlunin er sögð gera ráð fyrir því að sérsveitir ísraelska hersins gera árás frá landi og F-15 orustuþotur varpi öflugum sprengjum á Natanz, úranauðgunarver Írana. Blaðamaður Times fullyrðir að ísraelskir ráðamenn hafi rætt hugmyndir sínar við stjórnvöld í Bandaríkjunum og að þar hafi þeir fengið fyrirheit þess efnis að ekki yrði staðið í vegi fyrir hernaðaraðgerðum Ísraels gegn Íran, hefðu öll önnur ráð verið reynd fyrst. Í vikunni tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir ætluðu að taka höndum saman við Evrópuþjóðir um sameiginlega stefnu gegn Íran og buðu þeim ívilnanir gegn því að auðgun úrans yrði hætt. Íranar vísuðu tilboðinu á bug þó að Khatami, forseti landsins, segi að auðgun úrans hafi verið hætt í bili. Ísraelsmenn tóku málamiðlunum og viðræðum við Írana heldur fálega og Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, sagði það stórslys ef Íranar kæmust yfir kjarnorkuvopn, ekki einungis fyrir Ísrael heldur heimsbyggðina. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa tekið í sama streng og varað Írana við því að harðra aðgerða væri verið að vænta tækju þeir ekki tilboðinu sem kynnt var í vikunni. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Ísraelsmenn hafa gengið frá leynilegum áætlunum um árásir á Íran, hætti Íranar ekki auðgun úrans og tryggi að ekki séu framleidd kjarnorkuvopn í landinu. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu og segir að ríkisstjórn Ariels Sharons hafi samþykkt áætlunina á fundi í síðasta mánuði. Áætlunin er sögð gera ráð fyrir því að sérsveitir ísraelska hersins gera árás frá landi og F-15 orustuþotur varpi öflugum sprengjum á Natanz, úranauðgunarver Írana. Blaðamaður Times fullyrðir að ísraelskir ráðamenn hafi rætt hugmyndir sínar við stjórnvöld í Bandaríkjunum og að þar hafi þeir fengið fyrirheit þess efnis að ekki yrði staðið í vegi fyrir hernaðaraðgerðum Ísraels gegn Íran, hefðu öll önnur ráð verið reynd fyrst. Í vikunni tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir ætluðu að taka höndum saman við Evrópuþjóðir um sameiginlega stefnu gegn Íran og buðu þeim ívilnanir gegn því að auðgun úrans yrði hætt. Íranar vísuðu tilboðinu á bug þó að Khatami, forseti landsins, segi að auðgun úrans hafi verið hætt í bili. Ísraelsmenn tóku málamiðlunum og viðræðum við Írana heldur fálega og Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, sagði það stórslys ef Íranar kæmust yfir kjarnorkuvopn, ekki einungis fyrir Ísrael heldur heimsbyggðina. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa tekið í sama streng og varað Írana við því að harðra aðgerða væri verið að vænta tækju þeir ekki tilboðinu sem kynnt var í vikunni.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira