Átelja seinagang embættis 10. júní 2005 00:01 Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira