Rökstuðningur ekki fullnægjandi 10. júní 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira