Ávarpaði ráðstefnu um glæpi 23. apríl 2005 00:01 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu vék ráðherrann að fjórum þáttum í ræðu sinni sem setja svip sinn á yfirlýsinguna sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að einstök ríki yrðu, innan alþjóðareglna og eigin laga, að finna hinn gullna meðalveg til þess að tryggja öryggi borgaranna, án þess að ganga um of gegn friðhelgi einstaklingsins. Allar aðgerðir og lagabreytingar, sem gerðar væru til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi, yrðu að taka mið af mannréttindareglum og flóttamannasamningum. Í öðru lagi nauðsyn þess að virkja hinn almenna borgara til samstarfs við þær opinberar stofnanir, lögreglu og aðra, sem gæta almannaöryggis. Í þriðja lagi yrði að hindra misnotkun á nýrri tölvu- og fjarskiptatækni í þágu glæpastarfsemi. Við nýtingu þessarar tækni gætu menn í senn stundað lögmæta og ólögmæta iðju og það væri brýnt að sporna við afbrotum á þessu sviði eins og öðrum. Lögregla yrði að hafa nauðsynlegar heimildir til að sinna verkefnum sínum, án þess að tækniframfarir veittu brotamönnum nýtt eða aukið skjól. Í fjórða lagi bæri að nýta ný úrræði í réttarkerfinu og sagði ráðherrann frá reynslu Íslendinga af verkefninu sem kennt er við Hringinn og byggist á bandarískri hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (restorative justice). Hin góða reynsla af þessu verkefni hefði leitt til þess að ný skref til sáttaumleitana milli brotamanns og brotaþola væru í undirbúningi. Um þrjú þúsund manns sækja ráðstefnuna í Bangkok, þ.á m. ráðherrar frá fjölmörgum löndum. Auk þess að taka þátt í fundum og málþingum hefur ráðstefnugestum verið gefinn kostur á að heimsækja fangelsi og réttarvörslustofnanir í Taílandi. Björn Bjarnason var á fimmtudag gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, forstjóri Sea Viking, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð ráðherranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok en hún er rekin í samvinnu við Tep Kinsho Foods. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu vék ráðherrann að fjórum þáttum í ræðu sinni sem setja svip sinn á yfirlýsinguna sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að einstök ríki yrðu, innan alþjóðareglna og eigin laga, að finna hinn gullna meðalveg til þess að tryggja öryggi borgaranna, án þess að ganga um of gegn friðhelgi einstaklingsins. Allar aðgerðir og lagabreytingar, sem gerðar væru til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi, yrðu að taka mið af mannréttindareglum og flóttamannasamningum. Í öðru lagi nauðsyn þess að virkja hinn almenna borgara til samstarfs við þær opinberar stofnanir, lögreglu og aðra, sem gæta almannaöryggis. Í þriðja lagi yrði að hindra misnotkun á nýrri tölvu- og fjarskiptatækni í þágu glæpastarfsemi. Við nýtingu þessarar tækni gætu menn í senn stundað lögmæta og ólögmæta iðju og það væri brýnt að sporna við afbrotum á þessu sviði eins og öðrum. Lögregla yrði að hafa nauðsynlegar heimildir til að sinna verkefnum sínum, án þess að tækniframfarir veittu brotamönnum nýtt eða aukið skjól. Í fjórða lagi bæri að nýta ný úrræði í réttarkerfinu og sagði ráðherrann frá reynslu Íslendinga af verkefninu sem kennt er við Hringinn og byggist á bandarískri hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (restorative justice). Hin góða reynsla af þessu verkefni hefði leitt til þess að ný skref til sáttaumleitana milli brotamanns og brotaþola væru í undirbúningi. Um þrjú þúsund manns sækja ráðstefnuna í Bangkok, þ.á m. ráðherrar frá fjölmörgum löndum. Auk þess að taka þátt í fundum og málþingum hefur ráðstefnugestum verið gefinn kostur á að heimsækja fangelsi og réttarvörslustofnanir í Taílandi. Björn Bjarnason var á fimmtudag gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, forstjóri Sea Viking, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð ráðherranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok en hún er rekin í samvinnu við Tep Kinsho Foods.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira