Ekki staðist fyrir Hæstarétti 23. apríl 2005 00:01 Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira