Bubbi og broskarlanir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2005 00:01 Sigga, Bubbi og Þorvaldur. Dómnefndin. Í Idol stjörnuleit. Án efa einn vinsælasti þáttur Íslendinga fyrr og síðar. Ungir og upprennandi, A-flokks karókísöngvarar keppa sín á milli um að verða næsta poppstjarna Íslands. Misgóðir söngvarar sem syngja við misgott undirspil. Reyna að hrífa þjóðina með sér til að næla í atkvæði hennar. Til að komast áfram. Vinna. En hvert er hlutverk dómnefndarinnar í þessum skrípaleik?Ég hélt alltaf að hlutverk dómnefndar væri að gagnrýna. Og gagnrýni þarf ekki að vera slæm. Dómnefndin á að veita uppbyggilega gagnrýni sem keppendur geta unnið úr, hugsað um og tekið með sér sem veganesti út í poppbransann. Gagnrýni er af hinu góða. Eitthvað sem áhorfendur skilja ekki þegar verið er að gagnrýna þann sem stóð sig illa. Búa eins og beljuhjörð, grípa fram í fyrir þeim dómara sem þorir að segja sína skoðun og beinlínis lætur eins og fífl. Einnig hélt ég að dómnefndin ætti að undirbúa karókísöngvarana fyrir hinn harða poppbransa. Kenna þeim að takast á við höfnun, lifandi undirspil, slæma umfjöllun og svo framvegis. Allt sem íslensk poppstjarna þarf að læra því við Íslendingar erum jú ansi fljótir að einblína á það neikvæða í fari fólks en ekki það jákvæða.Og þá blossa Gróusögurnar upp. Og hvað gerir greyið karókísöngvarinn sem var alltaf talin trú um að hann gæti ekki stigið feilspor? Það væri ef til vill ekki vitlaust að kenna poppstjörnunni nokkur grip á gítar, ef hún kann þau ekki nú þegar, og jafnvel leyfa karókísöngvurunum að spreyta sig á því að semja lag. Er það kannski ekki eitthvað sem poppstjarna þarf að kunna? Svo væri hægt að taka söngvarana í sér tíma um hvernig á að svara ásökunum fjölmiðla. Einhver stjórnmálamaður gæti kannski tekið það að sér. Vissir aðilar í íslensku dómnefndinni taka suma keppendur í ástfóstur sama hvernig tautar og raular. Gott dæmi er hin íðilfagra Heiða sem kom sterk inn í keppnina. Þrususöngkona. Dómnefndin fékk ekki nóg af þessari stelpu og fullyrti oft og mörgum sinnum að hún væri sigurvegari, besti söngvari í keppninni og svona mætti lengi telja. Í seinni tíð hefur frægðarsól Heiðu aðeins sigið. Hún hefur ekki staðið sig eins vel og ætla mætti og hefur greinilega þurft á einhverju öðru að halda en stórfenglegum lýsingarorðum um mikilfengleika hennar. En allt kom fyrir ekki. Dómnefndin dýrkar hana og gat þar af leiðandi ekki bent henni á hvað hún væri að gera vitlaust. Svo hún gæti komið aftur að viku og bætt sig. Slegið í gegn. Orðið poppstjarna Íslands. Og áhorfendur heima í stofu skynja það. Þar af leiðandi lenti greyið stelpan oftar en einu sinni meðal þeirra þriggju neðstu. Hvernig tilfinning ætli það sé? Að vera ekki bestur lengur nema hjá þrem aðilum. Það er hátt fall. Ætli það sé það sem dómnefndin vill? Er það svona sem hún undirbýr söngvarana?Bubbi finnst mér bestur innan um þessa broskarla. Hann þorir að segja það sem honum finnst og er einlægur – þótt að það sé ef til vill til að selja plötur, vekja athygli á nýlegri hjúskaparstöðu sinni eða vera vinsæll meðal þjóðarinnar. Hann er bara hann sjálfur og barnsleg von, gleði, reiði og hamingja hans er falleg. Heillandi. Og skilar sér vel í gegnum skjáinn. Eins og aðrir hefur hann misstigið sig á leiðinni og dregist inn í ástfóstursvefinn en hann nær einhvern veginn alltaf að koma sér úr honum og halda höfði. Bubbi er enginn Simon Cowell en hann setur út á hluti sem broskarlarnir vilja ekki sjá. Hann er sanngjarn. En margir hafa kannski spurt sig hvort einhverjir aðrir popparar gætu setið í þessum þrem sætum og dæmt óskabörn þjóðarinnar. Svarið er hreint og beint já! Nær allir gestadómarar sem hafa lagt leið sína í Smáralind hafa leyst þetta verkefni betur úr verki. Meira að segja hin slétta og felda Birgitta Haukdal gat verið hörð við þá sem áttu það skilið. Leiðbeint þeim um tónhæð, takt og annað sem poppstjarna þarf að hafa á hreinu. Alltaf. En hvað er þó dómnefndin að gera þarna annað en að hirða tjékkann sinn í hverjum mánuði? Eða klæðast fínum fötum frá Sand og Hugo Boss?Er þetta Idol keppni eða vinsældarkeppni? Er tilgangur dómnefndar að ala upp poppstjörnu sem getur sungið hvaða stíl sem er og verið góð fyrirmynd eða er þetta allt spurning um að vekja athygli á sér, öðlast virðingu og fá að leika í auglýsingum fyrir sturtuhausa, bíla og rúm? En þurfa þessar gamalreyndu poppstjörnur nokkuð að vekja athygli á sér? Eru þær ekki rótgróin kennileiti í þjóðfélagi okkar? Eða býr eitthvað meira á bak við þessa “ekki” gagnrýni? Kannski þurfa keppendur ekkert að kunna. Kannski verða þær aldar upp af Einari Bárða sem dregur þær um í bandi eins og Nylon-flokkinn hvert sem hann fer. Syngja það sem þær eru mataðar af og segja það sem þeim er kennt að segja. Gott og vel. En viljum við virkilega að óskabörn þjóðarinnar séu alin upp af Einari Bárða? Þá eru Sigga broskarl, Þorvaldur broskarl og Bubbi skömminni skárri. Dómnefndin í Idol-skrípaleik.Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Sigga, Bubbi og Þorvaldur. Dómnefndin. Í Idol stjörnuleit. Án efa einn vinsælasti þáttur Íslendinga fyrr og síðar. Ungir og upprennandi, A-flokks karókísöngvarar keppa sín á milli um að verða næsta poppstjarna Íslands. Misgóðir söngvarar sem syngja við misgott undirspil. Reyna að hrífa þjóðina með sér til að næla í atkvæði hennar. Til að komast áfram. Vinna. En hvert er hlutverk dómnefndarinnar í þessum skrípaleik?Ég hélt alltaf að hlutverk dómnefndar væri að gagnrýna. Og gagnrýni þarf ekki að vera slæm. Dómnefndin á að veita uppbyggilega gagnrýni sem keppendur geta unnið úr, hugsað um og tekið með sér sem veganesti út í poppbransann. Gagnrýni er af hinu góða. Eitthvað sem áhorfendur skilja ekki þegar verið er að gagnrýna þann sem stóð sig illa. Búa eins og beljuhjörð, grípa fram í fyrir þeim dómara sem þorir að segja sína skoðun og beinlínis lætur eins og fífl. Einnig hélt ég að dómnefndin ætti að undirbúa karókísöngvarana fyrir hinn harða poppbransa. Kenna þeim að takast á við höfnun, lifandi undirspil, slæma umfjöllun og svo framvegis. Allt sem íslensk poppstjarna þarf að læra því við Íslendingar erum jú ansi fljótir að einblína á það neikvæða í fari fólks en ekki það jákvæða.Og þá blossa Gróusögurnar upp. Og hvað gerir greyið karókísöngvarinn sem var alltaf talin trú um að hann gæti ekki stigið feilspor? Það væri ef til vill ekki vitlaust að kenna poppstjörnunni nokkur grip á gítar, ef hún kann þau ekki nú þegar, og jafnvel leyfa karókísöngvurunum að spreyta sig á því að semja lag. Er það kannski ekki eitthvað sem poppstjarna þarf að kunna? Svo væri hægt að taka söngvarana í sér tíma um hvernig á að svara ásökunum fjölmiðla. Einhver stjórnmálamaður gæti kannski tekið það að sér. Vissir aðilar í íslensku dómnefndinni taka suma keppendur í ástfóstur sama hvernig tautar og raular. Gott dæmi er hin íðilfagra Heiða sem kom sterk inn í keppnina. Þrususöngkona. Dómnefndin fékk ekki nóg af þessari stelpu og fullyrti oft og mörgum sinnum að hún væri sigurvegari, besti söngvari í keppninni og svona mætti lengi telja. Í seinni tíð hefur frægðarsól Heiðu aðeins sigið. Hún hefur ekki staðið sig eins vel og ætla mætti og hefur greinilega þurft á einhverju öðru að halda en stórfenglegum lýsingarorðum um mikilfengleika hennar. En allt kom fyrir ekki. Dómnefndin dýrkar hana og gat þar af leiðandi ekki bent henni á hvað hún væri að gera vitlaust. Svo hún gæti komið aftur að viku og bætt sig. Slegið í gegn. Orðið poppstjarna Íslands. Og áhorfendur heima í stofu skynja það. Þar af leiðandi lenti greyið stelpan oftar en einu sinni meðal þeirra þriggju neðstu. Hvernig tilfinning ætli það sé? Að vera ekki bestur lengur nema hjá þrem aðilum. Það er hátt fall. Ætli það sé það sem dómnefndin vill? Er það svona sem hún undirbýr söngvarana?Bubbi finnst mér bestur innan um þessa broskarla. Hann þorir að segja það sem honum finnst og er einlægur – þótt að það sé ef til vill til að selja plötur, vekja athygli á nýlegri hjúskaparstöðu sinni eða vera vinsæll meðal þjóðarinnar. Hann er bara hann sjálfur og barnsleg von, gleði, reiði og hamingja hans er falleg. Heillandi. Og skilar sér vel í gegnum skjáinn. Eins og aðrir hefur hann misstigið sig á leiðinni og dregist inn í ástfóstursvefinn en hann nær einhvern veginn alltaf að koma sér úr honum og halda höfði. Bubbi er enginn Simon Cowell en hann setur út á hluti sem broskarlarnir vilja ekki sjá. Hann er sanngjarn. En margir hafa kannski spurt sig hvort einhverjir aðrir popparar gætu setið í þessum þrem sætum og dæmt óskabörn þjóðarinnar. Svarið er hreint og beint já! Nær allir gestadómarar sem hafa lagt leið sína í Smáralind hafa leyst þetta verkefni betur úr verki. Meira að segja hin slétta og felda Birgitta Haukdal gat verið hörð við þá sem áttu það skilið. Leiðbeint þeim um tónhæð, takt og annað sem poppstjarna þarf að hafa á hreinu. Alltaf. En hvað er þó dómnefndin að gera þarna annað en að hirða tjékkann sinn í hverjum mánuði? Eða klæðast fínum fötum frá Sand og Hugo Boss?Er þetta Idol keppni eða vinsældarkeppni? Er tilgangur dómnefndar að ala upp poppstjörnu sem getur sungið hvaða stíl sem er og verið góð fyrirmynd eða er þetta allt spurning um að vekja athygli á sér, öðlast virðingu og fá að leika í auglýsingum fyrir sturtuhausa, bíla og rúm? En þurfa þessar gamalreyndu poppstjörnur nokkuð að vekja athygli á sér? Eru þær ekki rótgróin kennileiti í þjóðfélagi okkar? Eða býr eitthvað meira á bak við þessa “ekki” gagnrýni? Kannski þurfa keppendur ekkert að kunna. Kannski verða þær aldar upp af Einari Bárða sem dregur þær um í bandi eins og Nylon-flokkinn hvert sem hann fer. Syngja það sem þær eru mataðar af og segja það sem þeim er kennt að segja. Gott og vel. En viljum við virkilega að óskabörn þjóðarinnar séu alin upp af Einari Bárða? Þá eru Sigga broskarl, Þorvaldur broskarl og Bubbi skömminni skárri. Dómnefndin í Idol-skrípaleik.Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun