Erlent

Tugir skæruliða felldir í Írak

Bandarískir og írakskir hermenn hafa fellt tugi skæruliða og handtekið enn fleiri í stórsókn nálægt sýrlensku landamærunum í dag. Þetta er í annað skipti á tveim vikum sem Bandaríkjamenn gera árásir á þessum slóðum. Í fyrri árásinni voru á annað hundrað skæruliðar felldir og eitt hundrað og tuttugu vopnabúr sprengd í loft upp. Sömuleiðis neðanjarðarbyrgi sem talið er að hafi verið höfuðstöðvar skæruliðahópa. Í árásinni sem hófst í morgun eru orrustuþotur og orrustuþyrlur notaðar til að styðja um eitt þúsund bandaríska landgönguliða og írakska hermenn. Tilgangurinn með þessum aðgerðum er, sem fyrr, að finna falin vopnabúr og fella eins marga uppreisnarmenn og unnt er. Bandaríski foringinn sem stjórnar árásinni sagði í dag að enginn af mönnum hans hefði fallið en þrír særst lítillega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×