Vilja Fischer út fyrir afmæli hans 4. mars 2005 00:01 Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Á blaðamannafundinum var gerð grein fyrir útlendingavegabréfinu sem gefið hefur verið út fyrir Bobby Fischer hér á landi. Einnig kom fram að keyptur hefur verið opinn flugmiði til Íslands fyrir Fischer og var skorað á japönsk yfirvöld að leysa hann úr haldi. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að stuðningsmenn hans hafi lýst vonbrigðum sínum með að japönsk yfirvöld hefðu enn ekki heimilað þeim að heimsækja hann í innflytjendabúðirnar þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Sæmundur segir að á fundinn hefðu komið blaðamenn hvaðanæva að, m.a. breskir, bandarískir og japanskir, sem hefðu spurt ýmissa spurninga. Fram hefði komið á fundinum að sendinefndin frá Íslandi væri óánægð með japönsk stjórnvöld og hversu illsamvinnþýð þau væru þrátt fyrir góða framkomu íslenskra stjórnvalda sem reynt hafi að gera allt sem þau gætu fyrir sendinefndina. Sæmundur sagði ekki ljóst hvernig færi með vegabréfið en sendinefndin vonaðist til að það kæmist í hendur lögmanns Fischers fljótlega. Hann segist aðspurður ekki hafa fengið nein viðbrögð frá japönskum stjórnvöldum varðandi málið en beðið hefði verið um fund með þeim. Þeirri beiðni hefði ekki verið svarað fyrir lokun skrifstofa í dag sem hafi verið um það leyti sem blaðamannafundinum lauk. Sendinefndin yrði í sambandi við sendiherra Íslands í Japan um helgina til þess að ræða málið. Aðspurður hvernig staðan í málinu blasti við stuðningsmönnum Fischers sagði Sæmundur að þeim fyndist hún slæm því ekki væri ljóst hvers vegna það hefði verið bannað að heimsækja Fischer í fyrradag og í dag, en engar heimsóknir séu leyfðar um helgar. Fischer hefði verið settur einangrun og ástæðan væri líklega sú að eitthvað hefði komið upp á hjá honum en ekki að stuðningsmenn hans hefðu verið svo hættulegir. Sæmundur segir stuðningsmennina vonast til að ná Fischer út fyrir afmælisdaginn hans, 9. mars. Það sé ekki borin von að það takist.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira