Hafa gert samkomulag um flugvöll 4. mars 2005 00:01 Fréttastofan hefur undir höndum samkomulag um Reykjavíkurflugvöll sem var staðfest fyrir þremur vikum með undirskrift samgönguráðherra og borgarstjóra. Samkvæmt því verður minnstu flugbrautinni lokað þegar á þessu ári og ráðist í úttekt á því hversu lítið rými megi komast af með undir innanlandsflug í Vatnsmýrinni. Samgönguráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun skýrslu um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Þar eru birtar myndir sem sýna hvernig hún gæti litið út en henni er ætlað að þjóna bæði flugumferð og rútubílaumferð. Ráðherra segir að þó að ríki og borg séu sammála um að reisa miðstöðina felist ekki í því ákvörðun um framtíð flugvallarins. Verið sé að reisa samgöngumiðstöð sem muni nýtast fyrir samgöngutæki, þar með talið flugið svo lengi sem þörf sé á. Aðspurður hvort samgöngumiðstöðin festi ekki flugvöllinn í sessi segir Sturla að það geti vel verið að það gerist en það verði þá væntanlega í fullkominni sátt við borgaryfirvöld. En hvenær vonast ráðherran til að samgöngumiðstöðin rísi? Sturla segist vonast til að það taki ekki lengri tíma en þrjú ár að koma henni upp en það fari eftir því hvort fjárfestar fáist að verkefninu hvenær byrjað verið á því þar sem um sé að ræða einkaframkvæmd. Það hefur hins vegar farið hljótt að borgarstjóri og samgönguráðherra staðfestu fyrir þremur vikum, þann 11. febrúar, víðtækt samkomulag um framtíð Reykjavíkurflugvallar með undirritun þessa minnisblaðs, sem fréttastofan komst yfir í dag. Með samkomulagi þeirra voru jafnframt teknar þýðingarmiklar ákvarðanir um framtíð flugvallarsvæðisins. Þar er lýst staðsetningu samgöngumiðstöðvar, ríkið fellst á að borga lagningu Hlíðarfótar og gera hann að forgangsverkefni, ákveðið er að loka minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvestur-brautinni, fyrir lok þessa árs, hert verður á áformum um nýjan flugvöll fyrir æfingakennslu og einkaflug og loks er samkomulag um að ráðast í ítarlega úttekt á framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri. Gera á flugtæknilega, rekstrarlega og skipulagslega úttekt á flugvellinum og bera saman ólíka valkosti: völl með einni flugbraut, tveimur flugbrautum og við þann kost að loka flugvellinum. Meta á lágmarksstærð flugbrauta og þess athafnasvæðis sem þörf er talin á til að flugvöllurinn geti þjónað sem miðstöð innanlandsflugs. Að niðurstöðu fenginni eiga að fara fram formlegar viðræður ríkis og borgar um framtíð flugvallarins. Sturla segir að sú vinna fari nú í gang. Mikið af gögnum sé til um málið en það skipti heilmiklu að um málið ríki fullkomin sátt á milli hans og borgarstjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fréttastofan hefur undir höndum samkomulag um Reykjavíkurflugvöll sem var staðfest fyrir þremur vikum með undirskrift samgönguráðherra og borgarstjóra. Samkvæmt því verður minnstu flugbrautinni lokað þegar á þessu ári og ráðist í úttekt á því hversu lítið rými megi komast af með undir innanlandsflug í Vatnsmýrinni. Samgönguráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun skýrslu um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Þar eru birtar myndir sem sýna hvernig hún gæti litið út en henni er ætlað að þjóna bæði flugumferð og rútubílaumferð. Ráðherra segir að þó að ríki og borg séu sammála um að reisa miðstöðina felist ekki í því ákvörðun um framtíð flugvallarins. Verið sé að reisa samgöngumiðstöð sem muni nýtast fyrir samgöngutæki, þar með talið flugið svo lengi sem þörf sé á. Aðspurður hvort samgöngumiðstöðin festi ekki flugvöllinn í sessi segir Sturla að það geti vel verið að það gerist en það verði þá væntanlega í fullkominni sátt við borgaryfirvöld. En hvenær vonast ráðherran til að samgöngumiðstöðin rísi? Sturla segist vonast til að það taki ekki lengri tíma en þrjú ár að koma henni upp en það fari eftir því hvort fjárfestar fáist að verkefninu hvenær byrjað verið á því þar sem um sé að ræða einkaframkvæmd. Það hefur hins vegar farið hljótt að borgarstjóri og samgönguráðherra staðfestu fyrir þremur vikum, þann 11. febrúar, víðtækt samkomulag um framtíð Reykjavíkurflugvallar með undirritun þessa minnisblaðs, sem fréttastofan komst yfir í dag. Með samkomulagi þeirra voru jafnframt teknar þýðingarmiklar ákvarðanir um framtíð flugvallarsvæðisins. Þar er lýst staðsetningu samgöngumiðstöðvar, ríkið fellst á að borga lagningu Hlíðarfótar og gera hann að forgangsverkefni, ákveðið er að loka minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvestur-brautinni, fyrir lok þessa árs, hert verður á áformum um nýjan flugvöll fyrir æfingakennslu og einkaflug og loks er samkomulag um að ráðast í ítarlega úttekt á framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri. Gera á flugtæknilega, rekstrarlega og skipulagslega úttekt á flugvellinum og bera saman ólíka valkosti: völl með einni flugbraut, tveimur flugbrautum og við þann kost að loka flugvellinum. Meta á lágmarksstærð flugbrauta og þess athafnasvæðis sem þörf er talin á til að flugvöllurinn geti þjónað sem miðstöð innanlandsflugs. Að niðurstöðu fenginni eiga að fara fram formlegar viðræður ríkis og borgar um framtíð flugvallarins. Sturla segir að sú vinna fari nú í gang. Mikið af gögnum sé til um málið en það skipti heilmiklu að um málið ríki fullkomin sátt á milli hans og borgarstjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira