Hafa gert samkomulag um flugvöll 4. mars 2005 00:01 Fréttastofan hefur undir höndum samkomulag um Reykjavíkurflugvöll sem var staðfest fyrir þremur vikum með undirskrift samgönguráðherra og borgarstjóra. Samkvæmt því verður minnstu flugbrautinni lokað þegar á þessu ári og ráðist í úttekt á því hversu lítið rými megi komast af með undir innanlandsflug í Vatnsmýrinni. Samgönguráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun skýrslu um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Þar eru birtar myndir sem sýna hvernig hún gæti litið út en henni er ætlað að þjóna bæði flugumferð og rútubílaumferð. Ráðherra segir að þó að ríki og borg séu sammála um að reisa miðstöðina felist ekki í því ákvörðun um framtíð flugvallarins. Verið sé að reisa samgöngumiðstöð sem muni nýtast fyrir samgöngutæki, þar með talið flugið svo lengi sem þörf sé á. Aðspurður hvort samgöngumiðstöðin festi ekki flugvöllinn í sessi segir Sturla að það geti vel verið að það gerist en það verði þá væntanlega í fullkominni sátt við borgaryfirvöld. En hvenær vonast ráðherran til að samgöngumiðstöðin rísi? Sturla segist vonast til að það taki ekki lengri tíma en þrjú ár að koma henni upp en það fari eftir því hvort fjárfestar fáist að verkefninu hvenær byrjað verið á því þar sem um sé að ræða einkaframkvæmd. Það hefur hins vegar farið hljótt að borgarstjóri og samgönguráðherra staðfestu fyrir þremur vikum, þann 11. febrúar, víðtækt samkomulag um framtíð Reykjavíkurflugvallar með undirritun þessa minnisblaðs, sem fréttastofan komst yfir í dag. Með samkomulagi þeirra voru jafnframt teknar þýðingarmiklar ákvarðanir um framtíð flugvallarsvæðisins. Þar er lýst staðsetningu samgöngumiðstöðvar, ríkið fellst á að borga lagningu Hlíðarfótar og gera hann að forgangsverkefni, ákveðið er að loka minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvestur-brautinni, fyrir lok þessa árs, hert verður á áformum um nýjan flugvöll fyrir æfingakennslu og einkaflug og loks er samkomulag um að ráðast í ítarlega úttekt á framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri. Gera á flugtæknilega, rekstrarlega og skipulagslega úttekt á flugvellinum og bera saman ólíka valkosti: völl með einni flugbraut, tveimur flugbrautum og við þann kost að loka flugvellinum. Meta á lágmarksstærð flugbrauta og þess athafnasvæðis sem þörf er talin á til að flugvöllurinn geti þjónað sem miðstöð innanlandsflugs. Að niðurstöðu fenginni eiga að fara fram formlegar viðræður ríkis og borgar um framtíð flugvallarins. Sturla segir að sú vinna fari nú í gang. Mikið af gögnum sé til um málið en það skipti heilmiklu að um málið ríki fullkomin sátt á milli hans og borgarstjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Fréttastofan hefur undir höndum samkomulag um Reykjavíkurflugvöll sem var staðfest fyrir þremur vikum með undirskrift samgönguráðherra og borgarstjóra. Samkvæmt því verður minnstu flugbrautinni lokað þegar á þessu ári og ráðist í úttekt á því hversu lítið rými megi komast af með undir innanlandsflug í Vatnsmýrinni. Samgönguráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun skýrslu um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Þar eru birtar myndir sem sýna hvernig hún gæti litið út en henni er ætlað að þjóna bæði flugumferð og rútubílaumferð. Ráðherra segir að þó að ríki og borg séu sammála um að reisa miðstöðina felist ekki í því ákvörðun um framtíð flugvallarins. Verið sé að reisa samgöngumiðstöð sem muni nýtast fyrir samgöngutæki, þar með talið flugið svo lengi sem þörf sé á. Aðspurður hvort samgöngumiðstöðin festi ekki flugvöllinn í sessi segir Sturla að það geti vel verið að það gerist en það verði þá væntanlega í fullkominni sátt við borgaryfirvöld. En hvenær vonast ráðherran til að samgöngumiðstöðin rísi? Sturla segist vonast til að það taki ekki lengri tíma en þrjú ár að koma henni upp en það fari eftir því hvort fjárfestar fáist að verkefninu hvenær byrjað verið á því þar sem um sé að ræða einkaframkvæmd. Það hefur hins vegar farið hljótt að borgarstjóri og samgönguráðherra staðfestu fyrir þremur vikum, þann 11. febrúar, víðtækt samkomulag um framtíð Reykjavíkurflugvallar með undirritun þessa minnisblaðs, sem fréttastofan komst yfir í dag. Með samkomulagi þeirra voru jafnframt teknar þýðingarmiklar ákvarðanir um framtíð flugvallarsvæðisins. Þar er lýst staðsetningu samgöngumiðstöðvar, ríkið fellst á að borga lagningu Hlíðarfótar og gera hann að forgangsverkefni, ákveðið er að loka minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvestur-brautinni, fyrir lok þessa árs, hert verður á áformum um nýjan flugvöll fyrir æfingakennslu og einkaflug og loks er samkomulag um að ráðast í ítarlega úttekt á framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri. Gera á flugtæknilega, rekstrarlega og skipulagslega úttekt á flugvellinum og bera saman ólíka valkosti: völl með einni flugbraut, tveimur flugbrautum og við þann kost að loka flugvellinum. Meta á lágmarksstærð flugbrauta og þess athafnasvæðis sem þörf er talin á til að flugvöllurinn geti þjónað sem miðstöð innanlandsflugs. Að niðurstöðu fenginni eiga að fara fram formlegar viðræður ríkis og borgar um framtíð flugvallarins. Sturla segir að sú vinna fari nú í gang. Mikið af gögnum sé til um málið en það skipti heilmiklu að um málið ríki fullkomin sátt á milli hans og borgarstjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira