
Innlent
Ólæti á Akureyri
Fangageymslur voru fullar á Akureyri aðfaranótt laugardags. Mikill hasar var í bænum, töluvert um hópamyndanir og slagsmál. Nóttin var viðburðarík hjá lögreglunni, ölvun var veruleg en þó voru engin stórmál á ferð. Umferðin gekk heldur ekki áfallalaust fyrir sig og margir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Mikill fjöldi ferðamanna var á Akureyri og hluti þeirra í tenglsum við Bíladaga sem haldnir eru samfara þjóhátíð. Lögreglan segir að umfang hátíðahaldanna hafi verið aukast ár frá ári og erillinn samfara því.