Erlent

Rice viðurkennir mistök í Írak

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ríkisstjórn George Bush hefði gert ýmis mistök í Írak. Til dæmis hefði stjórnin ekki búist við að það yrði svona erfitt að koma á stöðugleika í landinu eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Undirbúningur undir slíkt verkefni hefði því ekki verið nægur. Fátítt er að nokkur ráðherra í ríkisstjórn George Bush viðurkenni að nokkur mistök hafi verið gerð í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×