Erlent

Hundruð þúsunda án rafmagns

Nærri helmingur Letta og um nokkur hundruð þúsund Norðurlandabúar bjuggu við rafmagnsleysi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir svæðið um helgina og kostaði ellefu manns lífið. 12.500 heimili voru enn án rafmagns í vesturhluta Danmerkur í gær. Ástandið var mun verra í Svíþjóð þar sem 219 þúsund heimili voru rafmagnslaus. Unnið var að því að koma rafmagni á aftur en talsmenn orkufyrirtækja sögðu að það tæki einhvern tíma. Lettnesk börn mæta ekki í skóla fyrr en á morgun, skólunum var lokað vegna rafmagnsleysis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×