Fjárfestar undirbúa kaup á Símanum 10. janúar 2005 00:01 "Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu. Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira