Lundúnaslagur á Brúnni í dag 20. ágúst 2005 00:01 Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sjá meira
Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sjá meira