Verðbólga yfir efri þolmörk 10. febrúar 2005 00:01 Verðbólga síðustu tólf mánuði er nú komin vel yfir fjögur prósent, og þar með yfir efri þolmörk sem Seðlabankinn setti sér um verðbólgu. Bankanum ber því að gera ríkisstjórninni grein fyrir stöðunni og væntanlegum aðgerðum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,21 prósent frá síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar og um 4,5 prósent síðustu tólf mánuði. Stöðugur stígandi á húsnæðisverði veldur þessu að mestu því ef það væri ekki reiknað inn í neysluverðsvísitöluna hefði hún til dæmis verið undir núllinu núna og þá orðið verðhjöðnun sem er andhverfa verðbólgu. Ef litið er á þróun vísitölunnar án húsnæðisverðs þrjá mánuði aftur í tímann væri verðbólgan ekki nema rétt rúm þrjú prósent síðastliðna 12 mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001 segir að bankanum beri að senda ríkisstjórninni greinargerð ef verðbólgan fari yfir fjögur prósent þar sem raktar séu ástæður þess og skýrt frá hvernig Seðlabankinn ætli að bregðast við og hversu langan tíma það taki. Samkvæmt þessum nýju tölum Hagstofunnar blasir það nú við bankanum að greina ríkisstjórninni frá stöðu mála. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði er nú komin vel yfir fjögur prósent, og þar með yfir efri þolmörk sem Seðlabankinn setti sér um verðbólgu. Bankanum ber því að gera ríkisstjórninni grein fyrir stöðunni og væntanlegum aðgerðum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,21 prósent frá síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar og um 4,5 prósent síðustu tólf mánuði. Stöðugur stígandi á húsnæðisverði veldur þessu að mestu því ef það væri ekki reiknað inn í neysluverðsvísitöluna hefði hún til dæmis verið undir núllinu núna og þá orðið verðhjöðnun sem er andhverfa verðbólgu. Ef litið er á þróun vísitölunnar án húsnæðisverðs þrjá mánuði aftur í tímann væri verðbólgan ekki nema rétt rúm þrjú prósent síðastliðna 12 mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001 segir að bankanum beri að senda ríkisstjórninni greinargerð ef verðbólgan fari yfir fjögur prósent þar sem raktar séu ástæður þess og skýrt frá hvernig Seðlabankinn ætli að bregðast við og hversu langan tíma það taki. Samkvæmt þessum nýju tölum Hagstofunnar blasir það nú við bankanum að greina ríkisstjórninni frá stöðu mála.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira