Mikil aukning í meðgöngusykursýki 7. apríl 2005 00:01 Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira