U-21 árs liðið mætir Austurríki
Ungmennalandslið karla í handknattleik mætir í dag Austurríkismönnum í unndankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöll og hefst leikur liðanna klukkan tvö. Íslensku piltunum nægir jafntefli til að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Ungverjalandi í ágúst. Íslendingar lögðu Úkraínumenn í gær, 35-30, og eru efstir í riðlinum með fjögur stig.