5.000 til 6.000 manns leitar aðstoðar fyrir jólin 12. desember 2005 19:22 Það er ekki sjálfgefið að allir geti haldið gleðileg jól. Á milli fimm og sex þúsund manns leita á ári hverju aðstoðar til að geta haft hátíðarmat á borðum um jólin. Frestur til að sækja um jólaaðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar og Reykjavíkurdeild RKÍ rennur út á morgun. Mæðrastyrksnefnd Reyjavíkur, Hjálparstarf kirkjunnar og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hafa í ár sameinast um að veita jólaaðstoð. Í henni fellst að einstaklingar fá hátíðarmat og fleira sem tengist jólahaldi og gerir þeim sem annars gætu ekki kleift að halda jólin hátíðleg. Í kringum 1500 til 2000 fjölskyldur leita á ári hverju eftir aðstoð um jólin eða hátt í sexþúsund einstaklingar og af þeim eru mikið af börnum. Valgerður Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að í kringum jólin komi fólk sem leiti venjulega ekki eftir aðstoð til þeirra annan tíma á árinu. Þetta eru þeir sem eru með lægstu tekjurnar svo sem ellilífeyrisþegar, einstæðar mæður á lægstu laununum og námsmenn á námslánum. Valgerður segir að það að svo margir einstaklingar leiti bara til þeirra um jólin sýni að endarnir ná ekki saman hjá mörgum í desember. Fyrir marga eru það mjög erfið spor að sækja um aðstoð. Valgerður segir þetta síðasta skrefið sem fólk stígi og það geri það ekki fyrr en það er búið að reyna allt annað. Hægt er að sækja um aðstoð til Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar en þeir sem eru búsettir úti á landi geta leitað til presta í sinni sókn. Enn þá er tækifæri fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum að gera það. Valgerður segir að margir hafi komið með myndarleg framlög. Það megi þó alltaf gera betur. Enn sé hægt að koma með framlög, bæði framlög í mat og vörum og fjárframlög. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að allir geti haldið gleðileg jól. Á milli fimm og sex þúsund manns leita á ári hverju aðstoðar til að geta haft hátíðarmat á borðum um jólin. Frestur til að sækja um jólaaðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar og Reykjavíkurdeild RKÍ rennur út á morgun. Mæðrastyrksnefnd Reyjavíkur, Hjálparstarf kirkjunnar og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hafa í ár sameinast um að veita jólaaðstoð. Í henni fellst að einstaklingar fá hátíðarmat og fleira sem tengist jólahaldi og gerir þeim sem annars gætu ekki kleift að halda jólin hátíðleg. Í kringum 1500 til 2000 fjölskyldur leita á ári hverju eftir aðstoð um jólin eða hátt í sexþúsund einstaklingar og af þeim eru mikið af börnum. Valgerður Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að í kringum jólin komi fólk sem leiti venjulega ekki eftir aðstoð til þeirra annan tíma á árinu. Þetta eru þeir sem eru með lægstu tekjurnar svo sem ellilífeyrisþegar, einstæðar mæður á lægstu laununum og námsmenn á námslánum. Valgerður segir að það að svo margir einstaklingar leiti bara til þeirra um jólin sýni að endarnir ná ekki saman hjá mörgum í desember. Fyrir marga eru það mjög erfið spor að sækja um aðstoð. Valgerður segir þetta síðasta skrefið sem fólk stígi og það geri það ekki fyrr en það er búið að reyna allt annað. Hægt er að sækja um aðstoð til Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar en þeir sem eru búsettir úti á landi geta leitað til presta í sinni sókn. Enn þá er tækifæri fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum að gera það. Valgerður segir að margir hafi komið með myndarleg framlög. Það megi þó alltaf gera betur. Enn sé hægt að koma með framlög, bæði framlög í mat og vörum og fjárframlög.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira