Erlent

Schröder gagnrýnir viðskiptamenn

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, réðst að viðskipta- og athafnamönnum þar í landi í dag þegar hann gagnrýndi þá harðlega fyrir að stuðla að hinu slæma atvinnuástandi sem nú er í Þýskalandi. Schröder sagði að með sífelldri útrás þýskra fyrirtækja færðust fleiri og fleiri störf úr landi og erfitt væri að búa til ný störf í staðinn með sama hraða. Hann hvatti yfirmenn þýskra fyrirtækja til að fara að fjárfesta meira á innlendum markaði en gert hefur verið undanfarin misseri, enda sæi hann enga ástæðu til annars með hliðsjón af góðum skilyrðum á þýska markaðnum. Schröder, ásamt öðrum stjórnmálamönnum í Þýskalandi, er nú á fullri ferð í kosningabaráttu sinni en þingkosningar fara fram í landinu í maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×