Held að Víkingur vinni í Eyjum 30. mars 2005 00:01 ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. "Viðureign ÍBV og Víkings verður mjög athyglisverð og þó að fólk geri kannski almennt ráð fyrir að ÍBV fari létt í gegnum þetta er ég viss um að það verður ekki auðvelt. Það hafa verið brotalamir í Eyjaliðinu í vetur og mér finnst lið Víkings hafa verið vaxandi undanfarið. Það er allt annað að sjá til liðsins síðan það fékk nýjan þjálfara og þar með er ég ekki að segja að það hafi verið Óskari að kenna að liðið var að ströggla, heldur virkar það oft sem vítamínsprauta á lið þegar nýr þjálfari tekur við. Þess vegna ætla ég að gerast svo djarfur að spá Víkingi sigri í fyrsta leiknum. Þetta verður hörkurimma og þó að Víkingur vinni fyrsta leikinn er ekki þar með sagt að liðið vinni seríuna, en þetta verður mjög jafnt," segir Erlendur. "Ég ætla að tippa á að FH-stúlkur vinni fyrsta leikinn við Val, því ég held að þær hafi ekki tapað síðan þær fengu nýjan þjálfara og þær eru mjög erfiðar í Kaplakrika. Það er eins hjá þeim og hjá Víkingi að þær eru orðnar miklu hressari með nýjan þjálfara í brúnni. Það er gífurleg stemmning í hópnum hjá þeim og þær eru að mínu mati með öllu sterkari mannskap. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru þetta mjög áþekk lið. Valsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku og misst mikið af leikmönnum í vetur, en það er engu að síður töggur í þessum stelpum og þær unnu okkur í Stjörnunni hér í Ásgarði í síðustu umferðinni í deildinni. Ég hallast engu að síður að því að FH fari áfram úr þessu einvígi 2-1," sagði Erlendur Ísfeld. Leikir kvöldsins hefjast báðir klukkan 19.15. Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjá meira
ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. "Viðureign ÍBV og Víkings verður mjög athyglisverð og þó að fólk geri kannski almennt ráð fyrir að ÍBV fari létt í gegnum þetta er ég viss um að það verður ekki auðvelt. Það hafa verið brotalamir í Eyjaliðinu í vetur og mér finnst lið Víkings hafa verið vaxandi undanfarið. Það er allt annað að sjá til liðsins síðan það fékk nýjan þjálfara og þar með er ég ekki að segja að það hafi verið Óskari að kenna að liðið var að ströggla, heldur virkar það oft sem vítamínsprauta á lið þegar nýr þjálfari tekur við. Þess vegna ætla ég að gerast svo djarfur að spá Víkingi sigri í fyrsta leiknum. Þetta verður hörkurimma og þó að Víkingur vinni fyrsta leikinn er ekki þar með sagt að liðið vinni seríuna, en þetta verður mjög jafnt," segir Erlendur. "Ég ætla að tippa á að FH-stúlkur vinni fyrsta leikinn við Val, því ég held að þær hafi ekki tapað síðan þær fengu nýjan þjálfara og þær eru mjög erfiðar í Kaplakrika. Það er eins hjá þeim og hjá Víkingi að þær eru orðnar miklu hressari með nýjan þjálfara í brúnni. Það er gífurleg stemmning í hópnum hjá þeim og þær eru að mínu mati með öllu sterkari mannskap. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru þetta mjög áþekk lið. Valsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku og misst mikið af leikmönnum í vetur, en það er engu að síður töggur í þessum stelpum og þær unnu okkur í Stjörnunni hér í Ásgarði í síðustu umferðinni í deildinni. Ég hallast engu að síður að því að FH fari áfram úr þessu einvígi 2-1," sagði Erlendur Ísfeld. Leikir kvöldsins hefjast báðir klukkan 19.15.
Íslenski handboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjá meira