Menning

Sædís heldur vel utan um sjómenn

"Við höfum náttúrlega verið að þjónusta sjávarútveginn í meira en fimmtíu ár og fyrstu sjómannadýnurnar okkar voru framleiddar um árið 1950. Við höfum þróað þessar dýnur alla leið síðan til að falla sem best inn í þær aðstæður sem sjómenn búa við. Þær eru auðvitað allt aðrar en á landi því skipið vaggar og öldurnar dynja á því," segir Halldór Snædal, sölustjóri Lystadún-Marco. "Nýjasta dýnan okkar kallast Sædís og við höfum unnið að þróun hennar í fjögur ár. Sædís er allt öðruvísi en fyrri dýnur, hún er lagskipt og á yfirborðinu er mjúkur þrýstijöfnunarsvampur. Það lag formast um sjómanninn og hann hreyfist minna í öldugangi. Undirlagið er líka mýkra en áður og virkar eiginlega sem stuðdempari og tekur stærstu og mestu höggin af sjómanninum. Kantarnir á dýnunni eru stífir og því myndar dýnan eins konar vöggu utan um sjómanninn." "Allur öryggisbúnaður sjómanna dugar skammt þegar þeir fá ekki hvíld á lélegum dýnum og geta varla staðið fyrir þreytu. Sædís einangrar mjög vel og því ná sjómenn upp líkamshita fljótt og sofna fyrr. Á lélegum dýnum tekur það allt upp í klukkutíma að ná upp líkamshita og það er líka erfitt að sofna þegar öldugangur úti fyrir leiðir inn í líkama sjómannsins. Þeir sem hvílast vel missa færri túra vegna bakeymsla og veikinda og því sparar dýnan útgerðunum gríðarlegan pening," segir Halldór.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.