Varnarmaðurinn ungi, Ron Vlaar hjá AZ Alkmaar í Hollandi, er ekki viss um að hann vilji fara til Englands og ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Tottenham ef marka má heimildir BBC. AZ og Tottenham höfðu samið um kaupverð á leikmanninum, en heimildir herma að hann sé tvístíga með að yfirgefa foreldrahús og flytja til annars lands. Búist er við að Vlaar taki ákvörðun á næstu tveimur vikum.
Óviss með að fara til Tottenham

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn

Fleiri fréttir
