Skelfilegt gengi hjá Leverkusen
Hvorki gengur né rekur hjá liði Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta, en landsliðsmaðurinn Jakob Sigurðarson leikur með liðinu. Liðið tapaði enn einum leiknum sínum í gærkvöldi, nú fyrir Nurnberg 83-80 á heimavelli sínum. Jakob kom lítið við sögu í leiknum, en þetta var níunda tap Leverkusen í síðustu tíu leikjum og ljóst að botnbaráttan er það sem koma skal hjá liðinu ef gengi þess lagast ekki.