Lífið

Best alvarlega veikur en ástand hans stöðugt

MYND/Reuters

Fyrrverandi knattspyrnugoðið George Best liggur enn alvarlega veikur á sjúkrahúsi en hann hefur legið á gjörgæsludeild vegna sýkingar í innyflum sem leitt hefur til innvortis blæðinga. Ástand Best mun vera stöðugt en hann er þó ekki með meðvitund. Segjast læknar ekki hafa áttað sig fullkomlega á því hvað valdi blæðingunum en hann geti þó enn jafnað sig.

Best, sem er 59 ára, fór í lifrarígræðslu fyrir þremur árum vegna þess að lifrin í honum var illa farin eftir margra ára áfengissýki, en hann var upp á sitt besta með Manchester United á sjöunda áratugnum og vann m.a. Evrópumeistaratitilinn með liðinu árið 1968.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×