Í einangrun á Hrafnistu 17. febrúar 2005 00:01 Aldraður maður liggur nú í einangrun á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann er sýktur af Mosa- sjúkrahúsbakteríu. Bakterían greindist í honum fyrir fáeinum dögum, eftir að hann kom af hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Hugsanlegt er talið að maðurinn hafi smitast af öðrum sjúklingi sem lá á hjartadeild LSH í síðustu viku, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs spítalans. Eins og blaðið greindi frá í gær þurfti að loka nokkrum stofum á hjartadeildinni þar sem sjúklingur er var að koma af sjúkrahúsi erlendis reyndist sýktur af mosa - bakteríunni. Gamli maðurinn greindist hins vegar ekki fyrr en hann var kominn af spítalanum og inn á Hrafnistu. Í kjölfarið var nokkrum stofum lokað á hjartadeildinni, þeim sem gamli maðurinn n hafði farið í meðan hann dvaldi á spítalanum. Þyrí Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri á Hrafnistu sagði að þarna væri um að ræða einstakt tilfelli. Þessi baktería gæti alltaf komið upp og fólk í heilbrigðiskerfinu byggi við að geta lent í. "Á Hrafnistu eru viðbrögðin nákvæmlega samkvæmt reglum frá sýkingavarnardeildum og Landlæknisembættinu," sagði Þyrí. "Það er einangrun og mjög stífar vinnureglur í kringum það. Hagsmunir einstaklinganna og starfsfólksins eru í fyrirrúmi." Spurð hvort þessi umræddi maður ætti ekki fremur heima á spítala en á dvalarheimili sagði Þyrí að þótt baktería ræktaðist frá einstakling þyrfti það ekki að þýða að hann væri veikur. "Við höfum allan aðbúnað hér til að setja fólk í einangrun," bætti hún við. "Að auki búum við svo vel hér að við höfum sérstakan sýkingahjúkrunarfræðing. Hann hefur sérþekkingu og sinnir þessum málum algjörlega hjá okkur. Ég huga að við séum eina öldrunarstofnunin sem hefur það þannig að við erum mjög vel faglega sett hvað það varðar." Þyrí sagði það áhyggjuefni að fjölónæmar bakteríur væru orðnar til. Þetta væri ástand sem ekki hefði sést hér fyrir nokkrum árum. Það yrði að bregðast við því. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aldraður maður liggur nú í einangrun á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann er sýktur af Mosa- sjúkrahúsbakteríu. Bakterían greindist í honum fyrir fáeinum dögum, eftir að hann kom af hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Hugsanlegt er talið að maðurinn hafi smitast af öðrum sjúklingi sem lá á hjartadeild LSH í síðustu viku, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs spítalans. Eins og blaðið greindi frá í gær þurfti að loka nokkrum stofum á hjartadeildinni þar sem sjúklingur er var að koma af sjúkrahúsi erlendis reyndist sýktur af mosa - bakteríunni. Gamli maðurinn greindist hins vegar ekki fyrr en hann var kominn af spítalanum og inn á Hrafnistu. Í kjölfarið var nokkrum stofum lokað á hjartadeildinni, þeim sem gamli maðurinn n hafði farið í meðan hann dvaldi á spítalanum. Þyrí Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri á Hrafnistu sagði að þarna væri um að ræða einstakt tilfelli. Þessi baktería gæti alltaf komið upp og fólk í heilbrigðiskerfinu byggi við að geta lent í. "Á Hrafnistu eru viðbrögðin nákvæmlega samkvæmt reglum frá sýkingavarnardeildum og Landlæknisembættinu," sagði Þyrí. "Það er einangrun og mjög stífar vinnureglur í kringum það. Hagsmunir einstaklinganna og starfsfólksins eru í fyrirrúmi." Spurð hvort þessi umræddi maður ætti ekki fremur heima á spítala en á dvalarheimili sagði Þyrí að þótt baktería ræktaðist frá einstakling þyrfti það ekki að þýða að hann væri veikur. "Við höfum allan aðbúnað hér til að setja fólk í einangrun," bætti hún við. "Að auki búum við svo vel hér að við höfum sérstakan sýkingahjúkrunarfræðing. Hann hefur sérþekkingu og sinnir þessum málum algjörlega hjá okkur. Ég huga að við séum eina öldrunarstofnunin sem hefur það þannig að við erum mjög vel faglega sett hvað það varðar." Þyrí sagði það áhyggjuefni að fjölónæmar bakteríur væru orðnar til. Þetta væri ástand sem ekki hefði sést hér fyrir nokkrum árum. Það yrði að bregðast við því.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira