Innlent

Sérútbúnir bílar aðstoða rútur

Fimmtán björgunarsveitarmenn á sérútbúnum björgunarsveitarbílum frá þremur sveitum í Húnavatnssýslu aðstoðuðu rútur Norðurleiða og fólksbíla í gegnum Víðidal í Húnavatnssýslu í gær. Hilmar Frímannsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á svæði níu, segir veðrið hafa verið snarvitlaust frá Gljúfrábrú á sýslumörkunum og yfir í Víðihlíð. Ásgeir Yngvason bílstjóri annarrar rútu Norðurleiða síðdegis um fjóra tíma á eftir áætlun á leið til Akureyrar með þrjátíu og sex farþega og taldi þrjá tíma enn eftir. "Fólkinu líður vel. Við stoppuðum tvo tíma í Staðarskála og svo aftur í Víðihlíð," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×