Innlent

Mörg hús tóm í nótt

138 manns höfðu ekki fengið að fara til síns heim í gær vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum. 92 á Bolungarvík og en þar þurftu þeir fyrstu að yfirgefa hús sín á sunnudag. Í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði höfðu alls 46 þurft að rýma hús sín, flestir í Hnífsdal eða 35 manns. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Ísafirði þótti ekki hægt að treysta veðurspánni fullkomlega og því hafi fólkið ekki fengið að fara til síns heima. Strax nú í morgunsárið verður athugað hvort óhætt verði að aflétta hættuástandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×