Innlent

Matur fluttur sjóleiðina

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson fór í gær með mjólk og brauð sjóleiðina til Súðavíkur. Sex strandaglópar sem höfðu verið veðurtepptir í Súðavík frá því á sunnudag fengu far með bátum til Ísafjarðar. Pálmi Stefánsson, hjá slysavarnafélaginu Landsbjörgu, segir þá einnig hafa farið á skipinu fyrir Símann í átt að Arnarnesi til að sjá hvort hægt væri að koma viðgerðarmönnum að endurvarpanum þeirra. "Það var ekki hægt að komast að landi vegna brims. Viðgerðir verða að bíða betri tíma. Mér skilst að símasamband við Súðavík og Ísafjarðardjúp sé úti og ekki náist annað en langbylgjan hér á Ísafirði," segir Pálmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×