Erlent

10 þúsund hermenn hafa særst

Meira en tíu þúsund bandarískir hermenn hafa særst í Írak síðan ráðist var inn í landið og meira en þrettán hundruð hafa látið lífið. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Góður varnarbúnaður og betri lyf en áður hafa hins vegar gert það að verkum að nærri helmingur hinna særðu hefur snúið aftur til starfa en fjölmargir eru örkumlaðir og ná sér líklegast aldrei.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×