Hanna á hefðarfólk 5. janúar 2005 00:01 "Við erum hérna tíu konur, sumar hafa verið hér í 11 ár en einhverjar hafa hætt og aðrar komið í staðinn," segir Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður í Kirsuberjatrénu. Ásta vinnur aðallega úr ull og bómull en í Kirsuberjatréinu er að finna vörur úr allskyns efnum, svo sem roði, bómull, silki og skinni. "Ég er eiginlega bara með náttúrulegt efni en við leggjum áherslu á að hafa hráefnið sem fjölbreyttast og öðruvísi og svolítið nýstárlegt. Flestar okkar eru textílhönnuðir, ég fatahönnuður, tvær leirlistakonur og ein sem er lærður söðlasmiður." Ásta lærði fatahönnun í Þýskalandi og eftir að hafa búið þar í nokkur ár fór hún að framleiða undir merkinu Ásta créative clothes. Nú er hún farin að selja í verslanir í fjölda mörgum löndum og því er nóg að gera. "Íslensk fatahönnun hefur átt erfitt uppdráttar en það er mikið og margt spennandi að gerast. Við erum bara svo fá hér á landinu að maður verður að leita út ef maður ætlar að vera í þessum bransa." Hún segir að viðskiptavinir Kirsuberjatrésins séu blanda af erlendum ferðamönnum svo og Íslendingar. Ferðamennirnir komi á sumrin en á veturna og um jólin séu margir íslenskir fastakúnnar. Konurnar tíu skiptast á að standa vaktina í verslununni og samkvæmt Ástu gengur samstarfið vel. "Við rekum þetta í sameiningu, hér er hvert horn nýtt og það er voðalega gaman hjá okkur," segir Ásta en Arndís Jóhannsdóttir sem hannaði töskurnar á myndunum bætir hlæjandi við að galdurinn við gott samstarf sé að þær þurfi ekki svo oft að hitta hvora aðra. "Við erum ekkert að hanga yfir hvorri annarri en hittumst reglulega og höldum fund." Arndís er lærður söðlasmíðameistari en snéri sér alveg að roðinu fyrir 15 árum. "Ég komst í gamlan lager af roði síðan 1944 og kolféll fyrir efninu og hef síðan haldið mig við roðið. Að mínu mati er þetta ægilega fallegt efni og einnig mjög þjóðlegt," segir hún en Arndís vinnur aðallega úr laxa-, hlíra- og karfaroði. Hún hannar ekki einungis töskur heldur einnig minnisbækur, gestabækur, lyklakippur og skálar. Arndís hefur selt vörurnar sínar út um allan heiminn og í nokkrum sendiráðum Íslands vítt og dreift um heiminn er að finna skálar eftir hennar hönnun. "Töskurnar hafa líka farið víða. Hillary Clinton á eina og hin norska Mette-Marit einnig auk fjölda margra ráðherrafrúa, svo þetta er orðinn langur listi af þekktum einstaklingum. Lestu ítarlegt viðtal og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Við erum hérna tíu konur, sumar hafa verið hér í 11 ár en einhverjar hafa hætt og aðrar komið í staðinn," segir Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður í Kirsuberjatrénu. Ásta vinnur aðallega úr ull og bómull en í Kirsuberjatréinu er að finna vörur úr allskyns efnum, svo sem roði, bómull, silki og skinni. "Ég er eiginlega bara með náttúrulegt efni en við leggjum áherslu á að hafa hráefnið sem fjölbreyttast og öðruvísi og svolítið nýstárlegt. Flestar okkar eru textílhönnuðir, ég fatahönnuður, tvær leirlistakonur og ein sem er lærður söðlasmiður." Ásta lærði fatahönnun í Þýskalandi og eftir að hafa búið þar í nokkur ár fór hún að framleiða undir merkinu Ásta créative clothes. Nú er hún farin að selja í verslanir í fjölda mörgum löndum og því er nóg að gera. "Íslensk fatahönnun hefur átt erfitt uppdráttar en það er mikið og margt spennandi að gerast. Við erum bara svo fá hér á landinu að maður verður að leita út ef maður ætlar að vera í þessum bransa." Hún segir að viðskiptavinir Kirsuberjatrésins séu blanda af erlendum ferðamönnum svo og Íslendingar. Ferðamennirnir komi á sumrin en á veturna og um jólin séu margir íslenskir fastakúnnar. Konurnar tíu skiptast á að standa vaktina í verslununni og samkvæmt Ástu gengur samstarfið vel. "Við rekum þetta í sameiningu, hér er hvert horn nýtt og það er voðalega gaman hjá okkur," segir Ásta en Arndís Jóhannsdóttir sem hannaði töskurnar á myndunum bætir hlæjandi við að galdurinn við gott samstarf sé að þær þurfi ekki svo oft að hitta hvora aðra. "Við erum ekkert að hanga yfir hvorri annarri en hittumst reglulega og höldum fund." Arndís er lærður söðlasmíðameistari en snéri sér alveg að roðinu fyrir 15 árum. "Ég komst í gamlan lager af roði síðan 1944 og kolféll fyrir efninu og hef síðan haldið mig við roðið. Að mínu mati er þetta ægilega fallegt efni og einnig mjög þjóðlegt," segir hún en Arndís vinnur aðallega úr laxa-, hlíra- og karfaroði. Hún hannar ekki einungis töskur heldur einnig minnisbækur, gestabækur, lyklakippur og skálar. Arndís hefur selt vörurnar sínar út um allan heiminn og í nokkrum sendiráðum Íslands vítt og dreift um heiminn er að finna skálar eftir hennar hönnun. "Töskurnar hafa líka farið víða. Hillary Clinton á eina og hin norska Mette-Marit einnig auk fjölda margra ráðherrafrúa, svo þetta er orðinn langur listi af þekktum einstaklingum. Lestu ítarlegt viðtal og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira