Þjóðsagnadeild poppsins Egill Helgason skrifar 5. janúar 2005 00:01 Stuðmannamyndin Í takt við tímann er langt frá því að vera það óvænta snilldarverk sem Með allt á hreinu var á sínum tíma. Hún er sundurlausari, brandararnir eru ekki næstum jafn áreynslulausir - en samt er ómögulegt að láta sér líka illa við myndina. Þetta er alþýðleg kómedía með græskulausu gríni og skemmtilegum karakterum - minnir dálítið á taktana í dönsku seríunni um Olsen-gengið. Maður gleymir henni nánast undireins og maður hefur séð hana. Samt er hún að sumu leyti áhugaverðari en margar kvikmyndir sem eru framleiddar í miklu listrænni tilgangi. Var það ekki Truffaut sem sagði að heimurinn væri svo óréttlátur að útkoman í listaverki væri yfirleitt ekki í samræmi við fyrirhöfnina sem í það er lagt? Stuðmenn leika sér sem fyrr að hlutskipti hins eilífa poppara og ströggli hans - þetta er nánast eins og þjóðsagnaheimur sem þeir geta alltaf leitað í. Kunna hann utan að og þekkja hvað hann getur verið fyndinn. Að því leyti er sveitin eins og safn um minjar og minni í poppinu. 1982 voru þeir reyndar þegar farnir að spila á hvað þeir væru gamlir og hallærislegir (þá allir innan við þrítugt) - nú eru þeir ennþá eldri og glataðri. Byrja ferðalagið í spilamennsku á bar á spænskri sólarströnd - enda í Húsdýragarðinum. Kostur myndarinnar er að það er bara kýlt á það - svo er kannski reynt að fá einhvern botn í verkefnið á eftir. Það þarf ekki alltaf að setja sig í svo rosalegar stellingar. Mín vegna mættu þeir gera aðra mynd í seríunni eftir tuttugu ár - hún er reyndar boðuð í lok þessarar myndar. Þá verða Stuðmenn væntanlega komnir í þjónustuíbúðir. Ég hitti mjög sprækan Gunnar Þórðarson í dag - hann varð víst sextugur í gær. Það að menn væru að vonast til að deyja áður en þeir verða gamlir er bara frasi sem var kastað fram í kringum 1965. Eru annars allir búnir að gleyma Hvítum mávum sem voru sýndir tveimur árum á eftir Með allt á hreinu? Vísast var það meingölluð mynd en þar var þó að finna ýmis kvikmyndaleg tilþrif sem sitja í minninu - ég nefni Egil Ólafsson sveiflandi mávi hátt uppi á fjallstoppi, flugvélar sem flugu lágflug yfir Austfirði og óborganlegan gamanleik Júlíusar Agnarssonar... Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Stuðmannamyndin Í takt við tímann er langt frá því að vera það óvænta snilldarverk sem Með allt á hreinu var á sínum tíma. Hún er sundurlausari, brandararnir eru ekki næstum jafn áreynslulausir - en samt er ómögulegt að láta sér líka illa við myndina. Þetta er alþýðleg kómedía með græskulausu gríni og skemmtilegum karakterum - minnir dálítið á taktana í dönsku seríunni um Olsen-gengið. Maður gleymir henni nánast undireins og maður hefur séð hana. Samt er hún að sumu leyti áhugaverðari en margar kvikmyndir sem eru framleiddar í miklu listrænni tilgangi. Var það ekki Truffaut sem sagði að heimurinn væri svo óréttlátur að útkoman í listaverki væri yfirleitt ekki í samræmi við fyrirhöfnina sem í það er lagt? Stuðmenn leika sér sem fyrr að hlutskipti hins eilífa poppara og ströggli hans - þetta er nánast eins og þjóðsagnaheimur sem þeir geta alltaf leitað í. Kunna hann utan að og þekkja hvað hann getur verið fyndinn. Að því leyti er sveitin eins og safn um minjar og minni í poppinu. 1982 voru þeir reyndar þegar farnir að spila á hvað þeir væru gamlir og hallærislegir (þá allir innan við þrítugt) - nú eru þeir ennþá eldri og glataðri. Byrja ferðalagið í spilamennsku á bar á spænskri sólarströnd - enda í Húsdýragarðinum. Kostur myndarinnar er að það er bara kýlt á það - svo er kannski reynt að fá einhvern botn í verkefnið á eftir. Það þarf ekki alltaf að setja sig í svo rosalegar stellingar. Mín vegna mættu þeir gera aðra mynd í seríunni eftir tuttugu ár - hún er reyndar boðuð í lok þessarar myndar. Þá verða Stuðmenn væntanlega komnir í þjónustuíbúðir. Ég hitti mjög sprækan Gunnar Þórðarson í dag - hann varð víst sextugur í gær. Það að menn væru að vonast til að deyja áður en þeir verða gamlir er bara frasi sem var kastað fram í kringum 1965. Eru annars allir búnir að gleyma Hvítum mávum sem voru sýndir tveimur árum á eftir Með allt á hreinu? Vísast var það meingölluð mynd en þar var þó að finna ýmis kvikmyndaleg tilþrif sem sitja í minninu - ég nefni Egil Ólafsson sveiflandi mávi hátt uppi á fjallstoppi, flugvélar sem flugu lágflug yfir Austfirði og óborganlegan gamanleik Júlíusar Agnarssonar...
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira