Allir komnir heim 7. janúar 2005 00:01 26 íbúar við Traðarland, Dísarland, á Geirsstöðum og Tröð fengu að fara heim til sín eftir að hættuástandi var aflétt í Bolungarvík í hádeginu í gær. Einar Pétursson bæjarstjóri segir enn vera viðbúnaðarstig og að grannt verði fylgst með veðurspám. 66 íbúar fengu að fara til síns heim í fyrradag. Einar segir norðaustanátt í fyrrinótt hafa blásið mestu af snjónum úr fjallinu. Viðbúnaðarstig verður áfram þar sem margt getur breyst á stuttum tíma. Hann segir mikinn létti vera bæði hjá íbúum og bæjaryfirvöldum. Í deiglunni er að gera snjóflóðavarnargarð í fjallinu en ekki er ákveðið hvenær framkvæmdin hefst, að sögn Einars. Margrét Gunnarsdóttir, íbúi við Dísarland, var alsæl yfir því að komast loksins heim. Hún var ein þeirra sem ekki vildi yfirgefa heimili sitt í fyrstu þegar þurfti að rýma hús við Dísarland á mánudag. "Mér fannst engin ástæða til að fara þar sem skóf úr fjallinu. Eins voru þetta mótmæli vegna seinagangs í okkar málum. Ekki er enn búið að kaupa af okkur húsin eins og til stóð," segir Margrét. Hún segir bæjarsjóð hafa stefnt íbúum Dísarlands þar sem þeir vildu ekki selja sjóðnum húsin á því verði sem þeim var boðið. En húsin eru á því svæði sem varnargarðurinn á að standa. Margrét er skrifstofumaður á bæjarskrifstofunni og segir það ekki fara mjög vel með málaferlunum. Hún hefur áhuga á að búa áfram í Bolungarvík þar sem hún hefur búið mest alla tíð. Þar hafa hún og maðurinn hennar vinnu og engin ástæða til að flytja annað. "Verðið verður að vera boðlegt svo ég og fjölskylda mín getum eignast annað heimili," segir Margrét. Hún segist jafnvel þurfa að rýma húsið aftur í vetur svo lengi sem enn sé snjór. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
26 íbúar við Traðarland, Dísarland, á Geirsstöðum og Tröð fengu að fara heim til sín eftir að hættuástandi var aflétt í Bolungarvík í hádeginu í gær. Einar Pétursson bæjarstjóri segir enn vera viðbúnaðarstig og að grannt verði fylgst með veðurspám. 66 íbúar fengu að fara til síns heim í fyrradag. Einar segir norðaustanátt í fyrrinótt hafa blásið mestu af snjónum úr fjallinu. Viðbúnaðarstig verður áfram þar sem margt getur breyst á stuttum tíma. Hann segir mikinn létti vera bæði hjá íbúum og bæjaryfirvöldum. Í deiglunni er að gera snjóflóðavarnargarð í fjallinu en ekki er ákveðið hvenær framkvæmdin hefst, að sögn Einars. Margrét Gunnarsdóttir, íbúi við Dísarland, var alsæl yfir því að komast loksins heim. Hún var ein þeirra sem ekki vildi yfirgefa heimili sitt í fyrstu þegar þurfti að rýma hús við Dísarland á mánudag. "Mér fannst engin ástæða til að fara þar sem skóf úr fjallinu. Eins voru þetta mótmæli vegna seinagangs í okkar málum. Ekki er enn búið að kaupa af okkur húsin eins og til stóð," segir Margrét. Hún segir bæjarsjóð hafa stefnt íbúum Dísarlands þar sem þeir vildu ekki selja sjóðnum húsin á því verði sem þeim var boðið. En húsin eru á því svæði sem varnargarðurinn á að standa. Margrét er skrifstofumaður á bæjarskrifstofunni og segir það ekki fara mjög vel með málaferlunum. Hún hefur áhuga á að búa áfram í Bolungarvík þar sem hún hefur búið mest alla tíð. Þar hafa hún og maðurinn hennar vinnu og engin ástæða til að flytja annað. "Verðið verður að vera boðlegt svo ég og fjölskylda mín getum eignast annað heimili," segir Margrét. Hún segist jafnvel þurfa að rýma húsið aftur í vetur svo lengi sem enn sé snjór.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira