Stjarnan komst áfram 9. janúar 2005 00:01 Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila. Stjörnuliðið hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins í gær enda var gríska liðið afar lélegt og það langslakasta sem sýndi listir sínar á fjölum Ásgarðs um helgina. Sigurinn stóri nægði þó ekki til að hreppa efsta sætið í riðlinum. Það fór til svissneska liðsins Spono Nottwill sem vann tyrkneska liðið Eskisehir Osmangazi, 32-22, í lokaumferðinni í gær. Stjörnustúlkur fóru rólega af stað í leiknum og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-7. Í síðari hálfleik tóku þær hins vegar öll völd og hreinlega kaffærðu tyrkneska liðið. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með sjö mörk og Anna Blöndal, fyrirliði liðsins, skoraði sex en annars lék Stjörnuliðið eins vel og það þurfti í þessum leik. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. Hann sagði fyrir leiki helgarinnar að markmiðið væri að komast áfram og það tókst. "Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og það er ég gríðarlega ánægður með. Stelpurnar stóðu sig frábærlega en mér finnst þær eiga enn meira inni. Liðið á eftir að toppa og ef það gerist á næstunni þá er allt mögulegt í sextán liða úrslitunum," sagði Erlendur en dregið verður á þriðjudaginn. Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila. Stjörnuliðið hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins í gær enda var gríska liðið afar lélegt og það langslakasta sem sýndi listir sínar á fjölum Ásgarðs um helgina. Sigurinn stóri nægði þó ekki til að hreppa efsta sætið í riðlinum. Það fór til svissneska liðsins Spono Nottwill sem vann tyrkneska liðið Eskisehir Osmangazi, 32-22, í lokaumferðinni í gær. Stjörnustúlkur fóru rólega af stað í leiknum og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-7. Í síðari hálfleik tóku þær hins vegar öll völd og hreinlega kaffærðu tyrkneska liðið. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með sjö mörk og Anna Blöndal, fyrirliði liðsins, skoraði sex en annars lék Stjörnuliðið eins vel og það þurfti í þessum leik. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. Hann sagði fyrir leiki helgarinnar að markmiðið væri að komast áfram og það tókst. "Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og það er ég gríðarlega ánægður með. Stelpurnar stóðu sig frábærlega en mér finnst þær eiga enn meira inni. Liðið á eftir að toppa og ef það gerist á næstunni þá er allt mögulegt í sextán liða úrslitunum," sagði Erlendur en dregið verður á þriðjudaginn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira