Hlutlaus gleraugu djössuð upp 10. janúar 2005 00:01 Gleraugnaverslunin Optic Reykjavík býður upp á hin frönsku Zenka gleraugu frá fyrirtækinu Tand´M. Gleraugun eru sérstök að því leyti að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Grunnumgjörðin gæti því verið svört en með henni er hægt að kaupa ýmiss konar "skreytiklemmur" til þess að lífga upp á tilveruna. "Hugmyndin kemur frá franskri konu, Patriciu Charmoille, sem er sjónfræðingur að mennt. Henni leiddist meðalmennskan í gleraugum og ákvað að hanna sína eigin línu. Hún byggði hugmyndina á því að taka umgjarðir sem væru í senn "zen", klæðilegar og yfirvegaðar og djassa þær upp við ólík tækifæri," segir Axel Örn Ársælsson, sjónfræðingur og annar eigenda Optic. Af þessari hugmynd er "Zenka" gleraugnalínan sprottin og ásamt eiginmanni sínum, Lionel sem er líka sjónfræðingur, hafa þau Patricia rutt af stað bylgju um alla Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. "Fólk er alltaf að veigra fyrir sér að kaupa dýr og áberandi gleraugu í skærum lit. Ástæðan er sú að fólk vill ekki ganga með áberandi gleraugu alla daga og langar þá jafnvel að eiga tvenn eða þrenn, en þyrfti þá að kaupa fleiri umgjarðir og ný gler í hverja einustu. Með tilkomu Zenka gleraugnanna hefur þetta breyst því fólk getur breytt um útlit á gleraugunum án þess að þurfa að kaupa sér önnur. Gleraugun koma í títaníum, málmi og plasti og skreytiklemmurnar eru allar úr stáli. Auðvelt er að smella þeim á og taka þær aftur af og ætlun Zenka línunnar er að koma með nýjar klemmur á tveggja mánaða fresti." Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Gleraugnaverslunin Optic Reykjavík býður upp á hin frönsku Zenka gleraugu frá fyrirtækinu Tand´M. Gleraugun eru sérstök að því leyti að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Grunnumgjörðin gæti því verið svört en með henni er hægt að kaupa ýmiss konar "skreytiklemmur" til þess að lífga upp á tilveruna. "Hugmyndin kemur frá franskri konu, Patriciu Charmoille, sem er sjónfræðingur að mennt. Henni leiddist meðalmennskan í gleraugum og ákvað að hanna sína eigin línu. Hún byggði hugmyndina á því að taka umgjarðir sem væru í senn "zen", klæðilegar og yfirvegaðar og djassa þær upp við ólík tækifæri," segir Axel Örn Ársælsson, sjónfræðingur og annar eigenda Optic. Af þessari hugmynd er "Zenka" gleraugnalínan sprottin og ásamt eiginmanni sínum, Lionel sem er líka sjónfræðingur, hafa þau Patricia rutt af stað bylgju um alla Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. "Fólk er alltaf að veigra fyrir sér að kaupa dýr og áberandi gleraugu í skærum lit. Ástæðan er sú að fólk vill ekki ganga með áberandi gleraugu alla daga og langar þá jafnvel að eiga tvenn eða þrenn, en þyrfti þá að kaupa fleiri umgjarðir og ný gler í hverja einustu. Með tilkomu Zenka gleraugnanna hefur þetta breyst því fólk getur breytt um útlit á gleraugunum án þess að þurfa að kaupa sér önnur. Gleraugun koma í títaníum, málmi og plasti og skreytiklemmurnar eru allar úr stáli. Auðvelt er að smella þeim á og taka þær aftur af og ætlun Zenka línunnar er að koma með nýjar klemmur á tveggja mánaða fresti."
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira