Innlent

Olíufélögin hjá áfrýjunarnefnd

Lögfræðingar olíufélaganna Esso, Olís og Skeljungs mættu til fundar við áfrýjunarnefnd samkeppnismála á Hótel Sögu klukkan níu í morgun. Einnig var fulltrúi samkeppnisstofnunar boðaður á fundinn sem haldinn er vegna áfrýjunar olíufélaganna á úrskurði samkeppnisráðs vegna samráðs olíufélaganna um verðlagningu olíuvara. Samkvæmt úrskurðinum voru olíufélögin sektuð um samtals rúmlega tvo milljarða króna sem þau vilja ekki una. Áfrýjunarnefndin hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu en búist er við að hún þurfi lengri tíma en það til að ljúka verki sínu. Búist er við að málflutningur standi í allan dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×