Erlent

Powell smeykur um framtíð Íraks

MYND/Reuters
Colin Powell segist smeykur um framtíð Íraks að afloknum kosningum sem fara eiga fram í landinu þann þrítugasta þessa mánaðar. Utanríkisráðherrann fráfarandi segir þó nauðsynlegt að kosningarnar fari fram á tilsettum tíma, enda komi það ekki til álita að bráðabirgðastjórnin verði við völd áfram. Hann segist líta svo á að Bandaríkjamenn hafi náð fram ætlunarverki sínu í Írak ef Írakar sjálfir velja sér stjórnvöld sem endurspegla vilja almennings alls og þegar tekst að koma á fót öryggissveitum í landinu sem geti varið það gegn árasum uppreisnarmanna og erlendum öflum. Takist þetta tvennt geti Bandaríkjamenn farið að huga að því að yfirgefa Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×