Erlent

Breskum hermönnum í Írak fjölgað

Bretar ætla að senda 400 hermenn í viðbót til Íraks vegna kosninganna þar þann 30. janúar næstkomandi. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Sömuleiðis hefur Leónid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, ákveðið að hætta við að kalla herlið landsins heim frá Írak eins og fyrirhugað var. Færst hefur aukin harka í bardaga hersetuliðsins og skæruliða í Írak að undanförnu í aðdraganda kosninganna. Í morgun sagðist Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vera smeykur um framtíð Íraks að afloknum kosningum en sagði þó nauðsynlegt að þær fari fram á tilsettum tíma, enda komi það ekki til álita að bráðabirgðastjórnin verði við völd áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×