Hve mörg eru fórnarlömbin? Guðmundur Magnússon skrifar 13. október 2005 15:20 Ekkert lát er á óöldinni í Írak. Á degi hverjum berast fregnir um mannfall í átökum bandarískra og breskra hermanna við uppreisnarmenn í landinu eða af völdum sjálfsvígsárása sem gerðar eru á hermennina eða innlenda hjálparmenn þeirra. Sá friður og stöðugleiki sem margir væntu í kjölfar innrásarinnar í landið í mars 2003 hefur látið á sér standa. Engar opinberar tölur eru til um mannfall í Íraksstríðinu og eftirköstum þess en ef marka má talningu sérfræðihóps sem heldur úti vefsíðu um þetta efni höfðu í gær á bilinu 15.229 til 17.443 óbreyttir borgarar í Írak fallið í átökunum frá upphafi. Talningin er byggð á opinberum upplýsingum um fallna og sérhvert tilvik skráð eins nákvæmlega og unnt er. Mikla athygli vakti í október síðastliðnum þegar sérfræðingar við Bloomberg-lýðheilsudeild John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum birtu skýrslu í breska læknaritinu Lancet þar sem greint var rannsókn sem leitt hafði í ljós að hinir látnu af völdum stríðsins væru miklu fleiri en talið hefur verið eða allt að 100.000. Það er gífurlegur fjöldi og vakti að sjálfsögðu upp spurninguna um sjálfan tilganginn með herferðinni. Var hægt að réttlæta innrásina ef þessar tölur voru réttar? Dregið hefur verið í efa að upplýsingarnir séu á rökum reistar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa ekki viljað fallast á þær. En þau hafa jafnframt hafnað kröfum um að opinberir aðilar framkvæmi nýja rannsókn. Þess vegna hafa þau sjálf engar tölur fram að færa til mótvægis né hafa þau sett fram faglega gagnrýni á rannsóknina. Málið hefur komið til umræðu hér á landi og hefur Davíð Oddsson utanríkisráðherra fullyrt í sjónvarpsfréttum að búið sé að hrekja tölur vísindamannanna í Lancet-greininni.. Er það rétt? Hver er sannleikurinn í málinu?Lancet-rannsóknin var unnin í Írak í september síðast liðnum.Hún fór þannig fram að valdar voru með tilviljanaúrtaki eitt þúsund fjölskyldur á 33 völdum svæðum í landinu, þær síðan heimsóttar og spurðar um barnsfæðingar og dauðsföll fyrir og eftir innrásina. Talað var við nær átta þúsund manns á tæplega þúsund heimilum. Niðurstaðan var sú að dauðsföll íraskra borgara voru 2,5 sinnum algengari á sautján mánaða tímabili eftir innrásina en fjórtán mánuði fyrir hana. Á 15 af stöðunum sem heimsóttir voru greindi fólk frá dauðsföllum sem rekja mátti til innrásarinnar og átaka og ástands vegna hennar. Flestir hinna látnu voru konur og börn. Talningin benti til þess að allt að 100 þúsund manns hefðu látist til viðbótar við eðlileg árleg dauðsföll í landinu. Með einum eða öðrum hætti var það rakið til styrjaldarástandsins. Deilt hefur verið um þessa tölu. Enginn vafi er á því að upplýsinga var aflað við mjög erfiðar aðstæður og ekki var sannreynt með dánarvottorðum nema í ákveðnum tilvikum að satt og rétt væri greint frá. Rannsóknarmenn töldu þó ekki ástæðu til að efast. En þeir viðurkenna að tölurnar sem framreiknaðar eru út frá úrtakinu geti ekki verið alveg nákvæmar en það breyti því ekki að þær séu mjög nærri lagi. Yfirmaður rannsóknarinnar, Les Roberts, telur tölurnar meira að segja varfærnislegar. Hinir látnu kunni að vera mun fleiri. Rannsóknaraðferðin sjálf, val úrtaks og viðmiðanir, er talin traust, byggir á sömu tölfræði og skoðanakannanir, og hefur áður verið notast við hana í stríðshrjáðum löndum eins og Afganistan og Kosovo án þess að deilt hafi verið um niðurstöðurnar. Vefritið Slate.com hefur birt grein þar sem talin 100.000 er dregin í efa og bent á að samkvæmt tölfræðilegum grundvelli verksins geti hinir látnu verið nærri 90 þúsund færri eða fleiri. Þessi ályktun hefur þó verið talin fráleit í úttekt á málinu í tímaritinu Economist eins og lesa má hér. Segja má að vafi leiki á nákvæmni talnanna sem birtar voru í Lancet. Ekki er þó rétt að tala um að niðurstaðan hafi verið hrakin. Segja má að ekki sé hægt að kveða upp úr um hvort tölurnar séu í raun réttar nema með nákvæmari rannsókn í Írak, rannsókn sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa fram að þessu ekki viljað fallast á að framkvæma. En hvort sem Lancet-greinin hefur hitt á rétta tölu eða ekki er ljóst að óbreyttir borgarar sem látist hafa í Íraksstríðinu eru langtum fleiri en nokkurn óraði fyrir í upphafi hernaðarins og langtum fleiri en hægt er að réttlæta.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert lát er á óöldinni í Írak. Á degi hverjum berast fregnir um mannfall í átökum bandarískra og breskra hermanna við uppreisnarmenn í landinu eða af völdum sjálfsvígsárása sem gerðar eru á hermennina eða innlenda hjálparmenn þeirra. Sá friður og stöðugleiki sem margir væntu í kjölfar innrásarinnar í landið í mars 2003 hefur látið á sér standa. Engar opinberar tölur eru til um mannfall í Íraksstríðinu og eftirköstum þess en ef marka má talningu sérfræðihóps sem heldur úti vefsíðu um þetta efni höfðu í gær á bilinu 15.229 til 17.443 óbreyttir borgarar í Írak fallið í átökunum frá upphafi. Talningin er byggð á opinberum upplýsingum um fallna og sérhvert tilvik skráð eins nákvæmlega og unnt er. Mikla athygli vakti í október síðastliðnum þegar sérfræðingar við Bloomberg-lýðheilsudeild John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum birtu skýrslu í breska læknaritinu Lancet þar sem greint var rannsókn sem leitt hafði í ljós að hinir látnu af völdum stríðsins væru miklu fleiri en talið hefur verið eða allt að 100.000. Það er gífurlegur fjöldi og vakti að sjálfsögðu upp spurninguna um sjálfan tilganginn með herferðinni. Var hægt að réttlæta innrásina ef þessar tölur voru réttar? Dregið hefur verið í efa að upplýsingarnir séu á rökum reistar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa ekki viljað fallast á þær. En þau hafa jafnframt hafnað kröfum um að opinberir aðilar framkvæmi nýja rannsókn. Þess vegna hafa þau sjálf engar tölur fram að færa til mótvægis né hafa þau sett fram faglega gagnrýni á rannsóknina. Málið hefur komið til umræðu hér á landi og hefur Davíð Oddsson utanríkisráðherra fullyrt í sjónvarpsfréttum að búið sé að hrekja tölur vísindamannanna í Lancet-greininni.. Er það rétt? Hver er sannleikurinn í málinu?Lancet-rannsóknin var unnin í Írak í september síðast liðnum.Hún fór þannig fram að valdar voru með tilviljanaúrtaki eitt þúsund fjölskyldur á 33 völdum svæðum í landinu, þær síðan heimsóttar og spurðar um barnsfæðingar og dauðsföll fyrir og eftir innrásina. Talað var við nær átta þúsund manns á tæplega þúsund heimilum. Niðurstaðan var sú að dauðsföll íraskra borgara voru 2,5 sinnum algengari á sautján mánaða tímabili eftir innrásina en fjórtán mánuði fyrir hana. Á 15 af stöðunum sem heimsóttir voru greindi fólk frá dauðsföllum sem rekja mátti til innrásarinnar og átaka og ástands vegna hennar. Flestir hinna látnu voru konur og börn. Talningin benti til þess að allt að 100 þúsund manns hefðu látist til viðbótar við eðlileg árleg dauðsföll í landinu. Með einum eða öðrum hætti var það rakið til styrjaldarástandsins. Deilt hefur verið um þessa tölu. Enginn vafi er á því að upplýsinga var aflað við mjög erfiðar aðstæður og ekki var sannreynt með dánarvottorðum nema í ákveðnum tilvikum að satt og rétt væri greint frá. Rannsóknarmenn töldu þó ekki ástæðu til að efast. En þeir viðurkenna að tölurnar sem framreiknaðar eru út frá úrtakinu geti ekki verið alveg nákvæmar en það breyti því ekki að þær séu mjög nærri lagi. Yfirmaður rannsóknarinnar, Les Roberts, telur tölurnar meira að segja varfærnislegar. Hinir látnu kunni að vera mun fleiri. Rannsóknaraðferðin sjálf, val úrtaks og viðmiðanir, er talin traust, byggir á sömu tölfræði og skoðanakannanir, og hefur áður verið notast við hana í stríðshrjáðum löndum eins og Afganistan og Kosovo án þess að deilt hafi verið um niðurstöðurnar. Vefritið Slate.com hefur birt grein þar sem talin 100.000 er dregin í efa og bent á að samkvæmt tölfræðilegum grundvelli verksins geti hinir látnu verið nærri 90 þúsund færri eða fleiri. Þessi ályktun hefur þó verið talin fráleit í úttekt á málinu í tímaritinu Economist eins og lesa má hér. Segja má að vafi leiki á nákvæmni talnanna sem birtar voru í Lancet. Ekki er þó rétt að tala um að niðurstaðan hafi verið hrakin. Segja má að ekki sé hægt að kveða upp úr um hvort tölurnar séu í raun réttar nema með nákvæmari rannsókn í Írak, rannsókn sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa fram að þessu ekki viljað fallast á að framkvæma. En hvort sem Lancet-greinin hefur hitt á rétta tölu eða ekki er ljóst að óbreyttir borgarar sem látist hafa í Íraksstríðinu eru langtum fleiri en nokkurn óraði fyrir í upphafi hernaðarins og langtum fleiri en hægt er að réttlæta.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar