Innlent

Jarðgöng óháð Símasölu

Ráðstöfun peninga sem fást fyrir sölu Símans hefur ekki áhrif á vegbætur sem ákveðið hefur verið að ráðast í, svo sem Héðinsfjarðargöng eða jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, að sögn Bergþórs Ólafssonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra. Bent hefur verið á að í umræðum um sölu Símans hafi stjórnvöld rætt um að nota ætti söluhagnaðinn í vegbætur, en nú er rætt um að eyða peningunum frekar í byggingu hátæknisjúkrahúss. "Jarðgangaáætlun liggur fyrir og sala Símans tengist henni ekki," sagði Bergþór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×