Innlent

Borga með farsímum í stöðumæla

Eftir nokkra daga eða vikur verður hægt að borga í stöðumæla og miðamæla. Samkeppni er milli tveggja fyrirtækja, Góðra lausna og Farsímagreiðslna, um að það hvort þeirra verður fyrri til að koma þjónustunni á markað. Bæði fyrirtækin ætla að reka gsm-, greiðslu- og eftirlitskerfi fyrir stöðumæla Bílastæðasjóðs. Framkvæmdastjórar beggja fyrirtækja segja að kerfi þeirra sé fullsmíðað og prófað. Þó er ljóst að rekstur kerfanna hefst ekki alveg strax. Prófun þjónustunnar er að hefjast hjá Farsímagreiðslum og verður fyrirtækið með kynningu fyrir starfsmönnum Bílastæðasjóðs í byrjun næstu viku. Í framhaldi af því fer markaðssetning í gang. Fyrirkomulagið farsímagreiðslna í stöðumæla er þannig að neytendur skrá sig í þjónustuna og fá miða til að setja í bílinn. Þeir nota síðan símann til að stimpla sig inn og út. Greiðslur eru teknar af debet- eða kreditkorti. Góðar lausnir er einkahlutafélag í eigu starfsmanna. Farsímagreiðslur ehf. er í eigu Símans og bankanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×